Þjóðmál - 01.12.2012, Side 32
Þjóðmál VETUR 2012 31
Hafa ber í huga að bankarnir voru einka-
v æddir á sama tíma og fjármálakerfið var
regluvætt . Það er algengur misskilningur að
lög og reglur varðandi bankakerfið á Íslandi
hafi verið afnumdar, „deregulated,“ í einka-
væð ingar ferlinu, því eins og að framan
segir var regluverk Evrópusambandsins
lögfest á Íslandi áður en og á meðan einka-
væðingunni stóð .
Fjármálaeftirlitið tók þann 3 . febrúar
2003 ákvörðun um hæfi Samson eignar-
halds félags ehf . til að fara með eignarhald á
Lands banka Íslands hf . — Fyrirsögnin var:
Ákvörðun skv . VI . kafla laga nr . 161/2002,
um fjármálafyrirtæki, vegna mats á hæfi
Samson eignarhaldsfélags ehf . til að fara með
virkan eignarhlut í Landsbanka Íslands hf .
Í ákvörðuninni segir í kafla, sem ber
yfirskriftina „Ákvörðun“, í 3 . tölulið, en
fyrr í skjalinu var inngangur og lýsing á
málsmeðferð og gagnaöflun:
Í bréfum Fjármálaeftirlitsins til Samson
og viðræðum við forsvarsmenn þess
hefur verið lögð á það rík áhersla að
tryggt verði að eignarhlutur þeirra í
bankanum, ef af verður, skapi þeim
ekki stöðu eða ávinning annan en
þann sem felst í ávinningi almennra
hluthafa af heilbrigðum og arðsömum
rekstri bankans . Þannig muni félagið,
eigendur þess, tengdir aðilar eða kjörnir
fulltrúar í bankaráði ekki njóta aðstöðu í
bankanum, s .s . viðskiptakjara, íhlutunar
í viðskiptalegar ákvarðanir er varða þá
sjálfa, tengd félög eða samkeppnisaðila
eða upplýsinga um viðskipti núverandi
eða tilvonandi samkeppnisfyrir tækja .*
Óhjákvæmilegt er, í ljósi sögunnar, að
leiða hugann að eftirliti og eftirfylgni hins
* Ákvörðun skv . VI . kafla laga nr . 161/2002, um fjár-
málafyrirtæki, vegna mats á hæfi Samson eignar halds -
félags ehf . til að fara með virkan eignarhlut í Lands-
banka Íslands hf ., bréf FME dags . 3 . febrúar 2003 .
3. mynd. Útlán bankakerfisins . Þróun útlána til innlendra og erlendra aðila í innlendum hluta
bankakerfisins í þúsundum króna (Seðlabanki Íslands, 2008b) .