Þjóðmál - 01.12.2012, Page 34
Þjóðmál VETUR 2012 33
Á síðustu vikum hafa bæst við 2000 nýir áskrifendur að Morgunblaðinu.
Við fögnum því og bjóðum þá velkomna í hóp kröfuharðra lesenda okkar.
2000 NÝIR
ÁSKRIFENDUR
opinbera í þessu sambandi . Hafa ber í huga
að stjórnarflokkarnir beindu bönkunum í
eignarhald aðila sem endurspegluðu sam-
starf þeirra og gömlu „helminga-skipta-
regluna“, sem enn virðist hafa verið í
gildi . Þá verður að leiða hugann að því að
forstjóri Fjármálaeftirlitsins var á þessum
tíma nátengdur öðrum stjórnarflokkanna .
Hann hafði um nokkurra ára skeið verið
starfsmaður í viðskiptaráðuneytinu . Einn
þeirra sem keyptu banka var viðskipta-
ráðherra þegar forstjóranum var veitt
staðan . Annar bankastjóra hins bankans
var ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins
á sama tíma . Forstjóri FME og hann eru
bundnir nánum vináttuböndum . Skort
FME á eftirliti og eftirfylgni verður að
skoða í ljósi þessara tengsla .
Jafnvægi og ójafnvægi
Í venjulegu og reglubundnu lýðræðis sam-félagi má stilla ýmsum einingum sam-
félagsins upp eins og gert er á 4 . mynd . Við
aðstæður, sem þar er lýst, gæta stofnanir
þess að jafnvægi haldist innbyrðis, hver ein-
ing veitir öðrum aðhald með þeim ráðum
sem eðlilegt þykir .
Fjármálakerfið hefur eitt umfram þær
aðrar stofnanir sem upp eru taldar að fram-
an . Framkvæmdavaldinu eru settar skorð-
ur með fjárlögum en fjármálastofnanir
hafa nánast ótakmarkaðan aðgang að
fjár munum . Opinberar stofnanir mega
ekki aðhafast nema hafa til þess heimildir
(svo nefndar lögheimildir) en einkaaðilar
mega aðhafast allt sem ekki er bannað .
Eins og fyrr sagði hefur hið opinbera sett
einka bönkum og sparisjóðum ítarlegar
reglur sem þrengja eiga svigrúm þessara
stofnana, þrátt fyrir að þeir séu í eðli sínu
„einkaaðilar“ . Fjármálastofnanir, sem veitt-
ur er réttur til að taka við sparifé almenn-
ings og afla sér fjár á markaði þurfa á móti
að sætta sig við að þurfa lögheimildir til
þeirra viðskipta sem þær stunda, þrátt fyrir
4. mynd. Samfélag í jafnvægi .