Þjóðmál - 01.12.2012, Side 41

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 41
40 Þjóðmál VETUR 2012 Þorsteinn Siglaugsson Stutt hugleiðing um kvæði Kvæðið „Grátt myrkrið Marianne“ eftir Krist-ján Karlsson (sjá næstu bls .) hefst í raun inni í miðri setningu („samt liggur ekki á“) og bygg- ingarefnið gæti ekki verið knappara; eitt andar tak, ein myndlíking, drög að hugmynd . Vinkona skáldsins er að fara en honum finnst ekkert liggja á því þokunni léttir aftur þegar kvöldar: Það dimmir og þokan hjaðnar, það dagar af nóttu . Myndlíking, og hugmynd að kvæði kviknar; hvað ef þokan væri haf, grátt haf sem umlyki húsin . En svo kvikna ljósin löng (og kannski líka mjó?), andartakið er liðið . Andartakið er horfið, en hvað um kvæðið; er þetta kvæðið sjálft, eða er þetta kvæði aðeins gárur á yfirborði annars kvæðis sem varð aldrei til, eða dauf ummerki upplifunar sem er horfin, „aska listsköpunarinnar“ eins og Yves Klein kallaði málverk sín? Eitt andartak, myndlíking sem kviknar og hverf- ur, drög að hugmynd sem nær ekki að mótast . Skáld ið leiðir lesandann inn í andartakið, inn í and rúmsloft þess og eftirlætur honum að velta því fyrir sér, tilurð þess og inntaki, myndlíkingunni og hug myndinni sem grundvalla kvæðið, samspili andar taksins, sköpunarinnar og veruleikans sem bindur enda á hana .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.