Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 53
52 Þjóðmál VETUR 2012 af öðrum eftir því sem þjóðfélagið opnaðist og varð frjálsara og tækifæri sköpuðust sem ekki voru áður fyrir hendi . Jón Sigurðsson forseti, sem sjálfur var kominn af fátæku fólki, hafði átt þátt í því að breiða út þá hugmynd að hver maður væri sinnar gæfu smiður . Hann þýddi og gaf út árið 1839 vinsæla ævisögu Benjamíns Franklíns sem í margra augum var nokkurs konar holdtekja hugmyndarinnar um manninn sem hefst af sjálfum sér . Jón forseti hafði nefnt að það væri „harla eftirtektarvert, hversu ýmsir menn hafa með frábærum dugnaði og aðfylgi komið sér í fremstu röð meðal þjóðar sinnar, þótt þeir væru í upphafi hinir öftustu“ . „Hinir nýríku“ Ólafur Thors og bræður hans voru hinir fyrstu á Íslandi sem nefndir voru nýríkir . Það gerði Jónas Jónsson frá Hriflu í blaðagreinum á þriðja og fjórða áratugnum . Aðrir urðu síðan til að taka það upp eftir honum . Jónasi líkaði ekki að Thorsararnir efnuðust á útgerð því hann taldi landbúnað göfugri auðsuppsprettu . En það sem hneykslaði hann mest voru viðhorf þeirra – yfirleitt ýkt af penna hans – og lífshættir – gjarnan orðum auknir; „eyðslulíf á háu stigi“, „iðjuleysi“, „menningarleysi“, „óhóf í daglegum venjum“ og „slá um sig með peningum“ hét það þegar honum varð heitt í hamsi . Húsakynni Thorsaranna kvað hann „fáránleg skrauthýsi“ og ekki voru „sumarskálar til laxveiða“ betri . „Nouveau riche“ — hinir nýríku — er alþjóðlegt hugtak, franskt að uppruna, um þá sem auðgast hafa á einum mannsaldri án bakhjarls í nokkrum ættarauði . Á yfirborðinu er það hlutlaust og gerir engan mun á því hvort menn hafa efnast fyrirhafnarlítið með bralli og braski eða með ærlegu starfi og erfiðismunum . En í reynd hefur það alltaf falið meira í sér . Það drýpur af því lítilsvirðingin; það er nokkurs konar stimpill sem segir að viðkomandi séu ekki eins fínir og virðulegir og menn ættarauðsins, eigi margt eftir að læra og reyna áður en þeir eru teknir inn í samfélag heldri manna . Og ekki víst að það verði nokkru sinni; sumir hinna nýríku verða snauðir á ný jafnhratt og þeir auðguðust . Þeir ofmetnast, kunna ekki fótum sínum forráð . „Það þarf sterk bein til að þola góða daga,“ segir málshátturinn . Fornríkum mönnum og ættstórum var yfirleitt ekki um þessa nýliða auðstéttar- innar gefið, síst skyndigróðamennina; fannst þeir sjálfumglaðir spjátrungar . „Þrjár kynslóðir þarf til að koma upp fyrir- manni,“ segja Englendingar . En á Íslandi höfðu menn hvorki tíma né þolinmæði til að fylgja þeirri reglu . Þegar Thorsararnir komu fram á sjónarsviðið á öðrum og þriðja áratugnum voru mörg valdasæti viðskipta og stjórnmála auð eða völt . Það vantaði forystumenn og frumkvöðla með metnað og sjálfsöryggi . Það vantaði nýja fyrirmenn . Hinar gömlu ættir auðs og valda voru búnar að missa fótfestuna, gamalgróinn fjölskylduauður uppurinn og erfingjarnir um þær mundir fæstir til stórræðanna . „Hinir nýríku“ erfðu landið — og miðin — og urðu á stuttum tíma fornríkir í vitund fólks . Thorsararnir voru fyrirferðarmestir en ekki einir um hituna . Í heimsstyrjöldinni fyrri græddu nokkrir brautryðjendur íslenskrar innflutnings - verslunar, Ólafur Þ . Johnson, Garðar Gísla- son og Hallgrímur Benediktsson, óhemju fé, tókst að ávaxta það, og lögðu hver um sig grunn að miklu ættarveldi sem fjallað er um í kafla bókarinnar um „Fjölskyld urnar fjórtán .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.