Þjóðmál - 01.12.2012, Page 54

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 54
 Þjóðmál VETUR 2012 53 Peningarnir hans afa Alþingismaður segir frá athyglisverðu bréfi á bloggsíðu sinni . Maður stendur á sjötugu og hefur um ævina greitt 31 milljón króna í lífeyrissjóð sinn, sem ásamt vöxtum gera um 48 millj . Ef hann nær 85 ára aldri er honum sagt að hann geti búist við að fá 14 milljónir til baka, sem er minna en nemur vöxtunum af innborgun hans eða 1/3 af upphæðinni . Þó er eftir að reikna með ávöxtun þau 15 ár, sem fram undan eru . E .t .v . ber að taka þessum upplýsingum með fyrirvara . Margir hafa vefengt þær . Fram kemur í bréfinu að afinn átti alla launaseðlana og þess vegna var hægt að finna út hversu mikið hann hafði borgað í lífeyrissjóðinn samtals . Einnig kemur fram að upphæðirnar eru framreiknaðar til nútímaverðs . Ótvírætt mætti nota þetta dæmi til að ræða megin- regluna . Menn benda strax á að hér sé um samtryggingarsjóð að ræða . Er samt ekki nokkuð vel í lagt að maðurinn eigi að borga þrefalt þess vegna? Hver sjóðsfélagi eigi sinn reikning í sjóðnum Hvers vegna þarf maðurinn að finna það út sjálfur hvað hann hefur borgað? Hvers vegna eru ekki allar greiðslur færðar inn á reikning á hans nafni ásamt vöxtum eins og í sparisjóði? Allar greiðslur í lífeyrissjóð ætti að færa inn á reikning viðkomandi sjóðsfélaga, hvers og eins á hans eigið nafn . Öllum tekjum sjóðsins á að skipta niður á reikning hvers og eins . Sama á að gera með tap . Rekstrarkostnaði sjóðsins á að skipta niður á sjóðsfélaga . Á þennan hátt geta sjóðs fé- lagar fylgst glöggt með því sem er að gerast í sjóðnum á hverjum tíma en í dag eru þeir í myrkri hvað þetta varðar . Peningarnir eiga að færast nær fólkinu Það er rétt að um samtryggingarsjóð er að ræða, sumir fá minna úr sjóðnum en þeir greiða en aðrir fá meira . Einnig má benda á að lífeyrissjóðirnir greiða tugi prósenta í örorkubætur sem reyna mjög á Jóhann J . Ólafsson Lífeyrissjóðirnir

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.