Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 60

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 60
 Þjóðmál VETUR 2012 59 læknar á hverja þúsund íbúa þegar meðaltalið er 3 .1 á hverja þúsund . Miðað við þjóðartekjur ætti fjöldi lækna í Bandaríkjunum að vera vel fyrir ofan meðallag, e .t .v . í kringum 5 á hverja þúsund íbúa . Sömu sögu má segja um fjölda brautskráðra lækna . Í Bandaríkjunum brautskrást að meðaltali 6 .6 læknar á hverja 100 .000 íbúa á ári . Meðaltal yfir brautskráða lækna í OECD er 10,3 læknar á hverja 100 .000 íbúa á ári . Ísland, Noregur og Þýska- land brautskrá í kringum 12–13 lækna á ári á hverja 100 .000 íbúa, þ .e . allt að tvöfalt fleiri en í Bandaríkjunum . Samkvæmt lög- mál inu um framboð og eftirspurn er ekki skrítið að laun lækna í Bandaríkjunum séu há . Ekki er óalgengt að læknir þar í landi hafi þreföld til fjórföld laun á við sérfræðing með áþekka menntun, t .d . doktor í efnafræði eða líff ræði . Margir álíta, t .a .m . Walter Block, hag fræðiprófessor við Loyola-háskólann í New Orleans, að heimatilbúinn skortur á sam keppni milli lækna sé veigamikil ástæða þess hve heilbrigðisþjónusta er dýr í Banda- ríkjunum . Þó er rétt að vekja athygli á að biðlistar eru að jafnaði færri og styttri í Bandaríkjunum en víðast hvar annars staðar, þannig að lág hlut- fallstala starfandi lækna þar í landi virðist enn sem komið er ekki hafa valdið skertri þjónustu nema að takmörkuðu leyti . Hins vegar má vel vera að vinnuálag lækna í Bandaríkjunum sé þá þeim mun meira auk þess sem góður tækjakostur og betri lyf bæta hugsanlega skilvirknina og þjónustuna á móti . Eru gæðin þá meiri? Þótt alþjóðlega matsfyrirtækið McKinsey telji heilbrigðisgeirann í Bandaríkj un um á ýmsan hátt vera til fyrirmyndar hvað varð ar þjónustu og skilvirkni skýrir það ekki nema hluta þess kostnaðar sem ætla mætti út frá háum þjóðartekjum . En hverjir eru helstu styrkleikar heilbrigðiskerfisins í Banda ríkj- unum að mati McKinsey? Fyrst ber að nefna tækjabúnað spítalanna . Fyrir utan japanska spítala hafa bandarísk sjúkrahús yfirburði innan OECD . Sem dæmi má nefna að tvöfalt fleiri sneiðmyndatæki eru á bandarískum sjúkrahúsum en í öðrum OECD-löndum að jafnaði . Þá eru Bandaríkin leið andi á sviði rannsókna og nýjunga á sviði heil- brigðisvísinda sem sést meðal annars á því að megnið af Nóbelsverðlaunahöfum í læknis- fræði undanfarna áratugi hefur komið frá Bandaríkjunum . Bandaríkin eru einnig leiðandi aðili í heiminum á sviði lyfjatækni . Það hefur þýtt að Bandaríkjamenn fá nýjustu lyfin 1–2 árum fyrr en fólk í öðrum löndum . Hið sama má segja um nýjustu tæki til lækn inga og greininga . Ný lyf og tækni eru að jafnaði dýrari en eldri . Bent hefur verið á, m .a . af matsfyrirtækinu McKinsey og Nóbels verðlaunahafanum Gary Becker, að þannig séu Bandaríkin í raun að niðurgreiða rann sóknar- og þróunarkostnað í öðrum löndum og þessar niðurgreiðslur skýri hluta af umframkostnaði við rekstur heil brigðis- kerfis þeirra . Ennfremur er aðgengi að heil- brigðisþjónustu fyrir þá sem hafa heilsu- tryggingu betra en í nokkru öðru landi að mati McKinsey . Til dæmis eru biðtímar eftir læknis- meðferð í Bandaríkjunum einungis helmingur Læknar, sem áður þurftu að taka mið af takmörkuðum tekjum skjólstæðinga við verðlagningu, þurfa síður að gæta að því nú þegar stór hópur þeirra fær myndarlega meðgjöf frá ríkinu . Og ef læknar eða sjúkrahús geta hækkað reikninginn þá munu lyfsalar og lyfjafyrirtækin taka mið af því og svo koll af kolli .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.