Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 80

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 80
 Þjóðmál VETUR 2012 79 Þótt Geir tali eins og ég sé hreinræktaður hentistefnumaður þá nefnir hann ekki rök mín fyrir „hentistefnunni mjúku“ en ég nota m .a . reglu- greiningu heimspekingsins Ludwigs Wittgensteins til að renna stoðum undir mjúka hentistefnu . sjálf sagt í lausu lofti eins og slíkum kenn- ingum er gjarnt“ (KíK, bls . 52) . Geir nefnir ekki einu orði að ég efast um ágæti hagfræðinnar, tek undir rök ýmissa fræðimanna sem segja að hagfræðikenn- ingar séu illprófanlegar (KíK, bls . 45–69) . Eða hvers vegna skildi nánast enginn hag- fræð ingur að stoðir hins alþjóðlega fjármála- kerfis væru veikar fyrr en heimskreppan hófst í október árið 2008? Ekki var ástandið skárra á Fróni, hagfræðingarnir sáu ekki að útrásin var feigðarflan . En Geir talar eins og hagfræðin sé sjálf- stæð höfuðskepna, belgfull af öruggum sann indum um hve hagkvæmt hið al frjálsa markaðskerfi sé . Frjálshyggjan hag nýti sér þessi guðdómlegu sannindi en auðvitað sé mönnum frjálst að vera á móti hagsæld, hagfræði sé bara si sona alhlutlæg vísindi (Geir (2008): 90–91) . Spurt er: Heldur Geir að hagfræði sé verkfræði samfélagsins? Í fyrsta lagi er það tóm vitleysa að hag- fræðingar séu almennt sammála eins og Geir virðist öðrum þræði halda . Geir nefndi jú hagfræðikenningar Keynes sem stangast á við sannindin guðdómlegu . Sjálfur vitna ég grimmt í andfrjálshyggjusinnaða hag- fræð inga eins og Paul Krugman og Joseph Stiglitz . Í öðru lagi talar Geir eins og hag fræði - kenningar austurríska skólans séu al mennt viðurkenndar en það er öðru nær, austur- íski skólinn er „villutrúarskóli“ (e . heterdox school) .4 Hann er vart við ur kennd ur af staðalhagfræðingum enda andæfa Austur- ríkis menn irnir dýrkun stað al hag fræð inga á stærðfræðilíkönum . Gott hjá þeim austur- rísku! Í þriðja lagi hunsar Geir staðhæfingar mín ar um að hagfræðin sé gegnsósa af gildis mati, stór hluti hennar er gegnsýrður af frjáls hyggju-gildismati (KíK, bls . 59–64) . Þetta þýðir að hinar siðferðilegu niðurstöð- ur eru oft gefnar fyrirfram í hagfræðinni, þær eru ofnar inn í kenningarnar . Hagfræði hvorki getur né á að vera algerlega hlutlaus um gildismat, betra er að hagfræðingar viðurkenni gildismat sitt og reyni að gera það ljóst . Í fjórða lagi efast ég um að til séu 100% örugg sannindi, önnur en sjálfsögð sannindi (A=A, „til eru fleiri en þrír kettl- ingar á jörðinni“) . Ekki alls fyrir löngu töldu vísindamenn næsta víst að magasár stafaði af streitu en svo kom í ljós að orsakavaldurinn er baktería ein illvíg .5 Það er hald vísindamanna nú, kannski verður þessi kenning hrakin á morgun . Alltént tel ég ólíklegt að finna megi örugg sannindi í hagfræði hvað sem Geir kunni um þau mál að halda . Staðhæfingasemi Geirs Geir finnst gaman að setja fram órök-studdar fullyrðingar, t .d . þær að það rafmagnsleysan í Kaliforníu á árunum 2000–1 hafi ekki verið einkavæðingu raf- ork unn ar að kenna heldur opinberri verð- stýr ingu (Geir (2008), bls . 87) . En hann nefnir engar heimildir fyrir máli sínu (ég ræði amer íska og nýsjálenska rafmagnsleys- ið í bók minni á blaðsíðu 82–83 og víðar) .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.