Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 80
Þjóðmál VETUR 2012 79
Þótt Geir tali eins og ég sé hreinræktaður
hentistefnumaður þá nefnir
hann ekki rök mín fyrir
„hentistefnunni mjúku“
en ég nota m .a . reglu-
greiningu heimspekingsins
Ludwigs Wittgensteins til að
renna stoðum undir mjúka
hentistefnu .
sjálf sagt í lausu lofti eins og slíkum kenn-
ingum er gjarnt“ (KíK, bls . 52) .
Geir nefnir ekki einu orði að ég efast um
ágæti hagfræðinnar, tek undir rök ýmissa
fræðimanna sem segja að hagfræðikenn-
ingar séu illprófanlegar (KíK, bls . 45–69) .
Eða hvers vegna skildi nánast enginn hag-
fræð ingur að stoðir hins alþjóðlega fjármála-
kerfis væru veikar fyrr en heimskreppan
hófst í október árið 2008? Ekki var ástandið
skárra á Fróni, hagfræðingarnir sáu ekki að
útrásin var feigðarflan .
En Geir talar eins og hagfræðin sé sjálf-
stæð höfuðskepna, belgfull af öruggum
sann indum um hve hagkvæmt hið al frjálsa
markaðskerfi sé . Frjálshyggjan hag nýti sér
þessi guðdómlegu sannindi en auðvitað
sé mönnum frjálst að vera á móti hagsæld,
hagfræði sé bara si sona alhlutlæg vísindi (Geir
(2008): 90–91) . Spurt er: Heldur Geir að
hagfræði sé verkfræði samfélagsins?
Í fyrsta lagi er það tóm vitleysa að hag-
fræðingar séu almennt sammála eins og
Geir virðist öðrum þræði halda . Geir nefndi
jú hagfræðikenningar Keynes sem stangast
á við sannindin guðdómlegu . Sjálfur vitna
ég grimmt í andfrjálshyggjusinnaða hag-
fræð inga eins og Paul Krugman og Joseph
Stiglitz .
Í öðru lagi talar Geir eins og hag fræði -
kenningar austurríska skólans séu al mennt
viðurkenndar en það er öðru nær, austur-
íski skólinn er „villutrúarskóli“ (e . heterdox
school) .4 Hann er vart við ur kennd ur af
staðalhagfræðingum enda andæfa Austur-
ríkis menn irnir dýrkun stað al hag fræð inga á
stærðfræðilíkönum . Gott hjá þeim austur-
rísku!
Í þriðja lagi hunsar Geir staðhæfingar
mín ar um að hagfræðin sé gegnsósa af
gildis mati, stór hluti hennar er gegnsýrður
af frjáls hyggju-gildismati (KíK, bls . 59–64) .
Þetta þýðir að hinar siðferðilegu niðurstöð-
ur eru oft gefnar fyrirfram í hagfræðinni,
þær eru ofnar inn í kenningarnar . Hagfræði
hvorki getur né á að vera algerlega hlutlaus
um gildismat, betra er að hagfræðingar
viðurkenni gildismat sitt og reyni að gera
það ljóst .
Í fjórða lagi efast ég um að til séu
100% örugg sannindi, önnur en sjálfsögð
sannindi (A=A, „til eru fleiri en þrír kettl-
ingar á jörðinni“) . Ekki alls fyrir löngu
töldu vísindamenn næsta víst að magasár
stafaði af streitu en svo kom í ljós að
orsakavaldurinn er baktería ein illvíg .5
Það er hald vísindamanna nú, kannski
verður þessi kenning hrakin á morgun .
Alltént tel ég ólíklegt að finna megi örugg
sannindi í hagfræði hvað sem Geir kunni
um þau mál að halda .
Staðhæfingasemi Geirs
Geir finnst gaman að setja fram órök-studdar fullyrðingar, t .d . þær að það
rafmagnsleysan í Kaliforníu á árunum
2000–1 hafi ekki verið einkavæðingu raf-
ork unn ar að kenna heldur opinberri verð-
stýr ingu (Geir (2008), bls . 87) . En hann
nefnir engar heimildir fyrir máli sínu (ég
ræði amer íska og nýsjálenska rafmagnsleys-
ið í bók minni á blaðsíðu 82–83 og víðar) .