Þjóðmál - 01.12.2012, Side 86

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 86
 Þjóðmál VETUR 2012 85 fjármálaviðskiptum skuli stjórnarskránni kastað fyrir róða og fullveldinu fórnað með aðild að Evrópusambandinu . Bók Gunnars Þórs Bjarnasonar er fagn- að arefni fyrir alla sem hafa áhuga á íslenskri sögu og stjórnmálasögu sérstaklega . Hún er vönduð að öllum frágangi, höfundi og útgefanda til sóma . Hið eina sem ég saknaði var atriðisorðaskrá . Þarna er greint frá ýmsu nýmæli í íslenskum stjórnmálaumræðum, bók in er því að nokkru uppflettirit og notk- un þess á þann veg hefði verið auðvelduð með atriðisorðaskrá . Þetta er nefnt hér í lokin þótt þetta atriði spilli á engan hátt fyrir lesandanum sem er leiddur áreynslu- laust um refilstigu flókinna átaka sem verða eins og opin bók að lestri loknum . Íhaldssömu ættarveldin Guðmundur Magnússon: Íslensku ættarveldin. Frá Oddaverjum til Engeyinga. Veröld, Reykjavík 2012, 336 bls . Eftir Guðna Th . Jóhannesson Bók Guðmundar Magnússonar um ætt arveldi á Íslandi að fornu og nýju er stór fróðleg, skemmtileg og vel unnin . Áhuga fólk um liðna tíð getur notið hennar og lærð ir sagnfræðingar ættu einnig að finna ýmis legt bitastætt í henni . Á baksíðu bókarinnar er efnið rakið með örfáum orðum . Sagt er að „óslitinn þráður ættarvelda“ liggi frá höfðingjum land- námsaldar til Björgólfsfeðga . Síðan er spurt: „Hvernig urðu þessi veldi til og hvernig fóru þau að því að tryggja að auður og völd héldust innan ættarinnar?“ Svara er leitað með því að fræðast um valdafjölskyldur fyrr og nú, líta á lífshætti þeirra og samskipti í blíðu og stríðu . Á forsíðu er svo falleg ljósmynd úr Viðey sem tengist ættarveldum Íslands að fornu og nýju á ýmsan hátt . Á myndinni má sjá Pétur J . Thorsteinsson kaupmann með fjölskyldu sinni í heimsókn hjá Eggert Briem . Briemarar voru umsvifamiklir á eynni á sinni tíð, og Pétur lagði mikið undir í „Milljónafélaginu“ svokallaða sem ætlaði að reka þar stórútgerð til langframa en fór flatt á því . Áður hafði Viðey verið tákn um auð og völd Stefánunga, eða Stephensens- ættarinnar sem virtist ráða lögum og lofum á Íslandi fram eftir nítjándu öld . Eyjan hafði líka geymt vellauðugt klaustur í kaþólskum sið og á hinum enda sögunnar er skemmst að minnast þess að Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson innsigluðu stjórnarsamstarf flokka sinna í Viðey vorið 1991 . Varð Ólafi Ragnari Grímssyni þá að orði að nú væri „Jón Baldvin látinn undirrita hollustuna við ættarveldi fjölskyldnanna fjórtán, Kolkrabbann sjálfan, við ættar- borðið í Viðey“ (bls . 235–236) . Sagan hefst í raun með stuttri lýsingu á veldi Haukdæla og Oddaverja, höfuðætta undir lok þjóðveldisaldar, og einnig er getið þriggja ætta sem réðu ríkjum á sautjándu öld, Svalbarðsættar, Skarðsættar og Árna- og Torfaættar . Um miðja öldina mátti heita að þær ginu yfir Íslandi . Flestir embættismenn ríkisvaldsins komu úr þeirra röðum og ættirnar þrjár áttu stóran hluta jarða í einkaeign . Þar að auki höfðu þær umsjón með konungsjörð og réðu því hverjir settust í lögréttu Alþingis (bls . 37) . Þungamiðja verksins liggur hins vegar í umfjöllun um þrjár seinni valdaættir sem náðu yfirburðastöðu sinni hver á fætur ann arri . Þetta eru Stefánungar, Briemsætt og Thors arar . Loks er Engeyjarættin fyrir- ferðar mikil í umfjöllun um öflugar ættir á síðustu öld og fram til okkar daga . Lesendum læt ég eftir að fræðast um ítök og lífsstíl þeirra sem komu við sögu en eitt finnst mér jafnvel standa upp úr þegar

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.