Þjóðmál - 01.12.2012, Page 90
Þjóðmál VETUR 2012 89
aðildar er svik við grundvallarstefnu Sjálf-
stæðisflokksins .
Í greininni kemur undirkafli sem nefnist
„Pólitísk útlegð“ . Þar reifar hann áhyggjur
sínar af framtíð Sjálfstæðisflokksins og
bendir á það, með réttu,
að flokknum hafi ætíð
auðnast að vera samstíga
í utanríkismálum og
deilur um aðild að ESB
geti sært hann djúpu sári .
Svo bendir hann á, með
svipuðum hætti og Davíð
Oddsson gerði í ræðu
árið 1978, að flokkurinn
hafi þanið út báknið og
aukið ríkisútgjöld . Slíkt
þurfa hægri menn stöðugt
að varast, vilji þeir vera
trúir sannfæringu sinni .
Ennfremur lætur höf-
undur í ljós áhyggjur af
þverrandi sambandi Sjálfstæðisflokksins við
for ystumenn atvinnulífsins, en það hefur
verið einn helsti styrkur flokksins í gegn um
tíðina . Stjórnmálamönnum er nauðsynlegt
að þekkja þarfir viðskiptalífsins því eingöngu
blómleg fyrirtæki skapa hagvöxt og bæta
kjör almennings .
Svo bendir höfundur á í öðrum undir-
kafla sem heitir „Pólitískur bjarghringur til
andstæðinga“, þau afdrifaríku mistök að
ganga til samstarfs við höfuðandstæðing
Sjálfstæðisflokksins vorið 2007 . Fátt
hefur reynst flokknum eins dýrkeypt
og sá gjörningur . Óskandi er að sjálf-
stæðismönnum beri gæfa til að vera án sam-
starfs við Samfylkinguna í framtíðinni, vilji
hann halda lífi og ná stefnumálum sínum
fram .
Óli Björn fjallar einnig um niðurlægingar-
tíð sjálfstæðismanna í Reykja vík á síðasta
kjörtímabili . Vonandi lærir flokkurinn
af þeim mistökum því þau hafa verið
borgarbúum dýr, svo ekki sé dýpra í árina
tekið .
Í lok greinarinnar, sem skrifuð var fyrir
fjórum ár um, ritar höfundur orð sem eiga við
enn þann dag í dag: „Sjálfstæðisflokkurinn
stend ur á krossgötum og
glímir við ytri og innri
vanda . Hvernig for-
ystumönnum og liðs-
mönnum flokksins tekst
að leysa vandann getur
haft gríðarleg áhrif á þró-
un íslenskra stjórnmála og
þjóð félagsins alls . Hags -
mun irnir sem eru í húfi
eru miklir og þar skipta
hagsmunir Sjálf stæðis-
flokks ins minnstu . Sjálf -
stæð is flokkur inn hefur
verið kjöl festa í íslensk-
um stjórn málum og ef
sú kjölfesta bregst getur
þjóð félag ið allt skaðast .“ Vonandi eiga þessi
sömu orð ekki vel við flokkinn eftir næstu
kosningar .
Ekki er rúm til að fjalla um alla megin-
kaflana heldur er leitast við að taka það
helsta fyrir, sem lýsir best grundvallar-
skoð unum Óla Björns sem hægri manns .
Hann fjallar um viðskiptamál, ríkisfjár mál,
lífeyrismál og velferðarmál, allt góðar og
vandaðar greinar sem fólk er hvatt til að lesa
þegar það hefur fengið þessa stórfenglegu
bók í hendur .
Meginkaflinn um Icesave lýsir vel eldheitri
hugsjón hægri manns sem þráir réttlæti ofar
öllu . Hann sýndi kjark og mótmælti harð-
lega afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins í
Icesave, enda var hún ansi klaufaleg, vægast
sagt . Hægri menn vilja ekki að skattgreið-
endur borgi skuldir einkafyrirtækja, enda
er öll ríkisábyrgð eitur í þeirra beinum . Það
þarf kjark til að standa með sannfær ingu
sinni þegar á móti blæs, en þann kjark hefur