Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 91
90 Þjóðmál VETUR 2012 Óli Björn Kárason í ríkum mæli eins og lesa má í skrifum hans . Á bls . 171 kemur Óli Björn með tím- abæra gagn rýni á Hreyfinguna, því nauð- synlegt er að vara fólk við ódýru lýðskrumi sem stund að er af þingmönnum hennar, sem skortir þekkingu á því hlutverki sem þau voru kosin til að gegna: „Margrét Tryggva dóttir þingmaður Hreyfi ng arinnar, situr í sak sókn ara nefndinni . Í viðtali á Mbl . is upplýsti hún að Hreyfi ngin væri með tilbúna tillögu um að endur skoða ákæru á hendur ráðherrum, sem meirihluti alþingis taldi að ekki ætti að ákæra .“ Síðar færir Óli Björn rök fyrir því að framkvæmd tillögunnar hafi verið ólögmæt . Það lýsir vanhæfni þingmanna að leggja fram tillögu án þess að kanna lögmæti hennar fyrst . Að endingu skal fjallað um meistaraverk höf undar, grein sem birtist í sumarhefti Þjóðmála sumarið 2008 og ber nafn það sem bókin heitir eftir: „Manifesto hægri manns .“ Stundum þegar innblásinn texti er lesinn, þá er það svipað og að hlusta á fagurt tón- verk . Textinn flæðir og það opnast nýjar víddir . Vert er að enda á tilvitnun í meistara verk- ið, eftirfarandi texti Óla Björns birtir vel þá tilfinningu sem bærist í brjósti manns, sem hefur sjálfstæðisstefnuna skrifaða í hugann og hjartað: „Við sem höfum skipað okkur undir gunn fána Sjálfstæðisflokksins, gengum ekki til liðs við flokkinn vegna nafnsins eða vegna þess að einhvern tíma í sögu hans hafa verið magnaðir foringjar . Nei . Við erum frjáls hyggjumenn, hægri menn, efasemdar- menn um mátt ríkisvaldsins, staðfastir trú- menn þess að hver sé sinnar gæfu smiður, um leið og trú okkar krefst þess að hjálpa samborgurum okkar . Við erum fólk sem talar um borgara í stað þess að ræða um þegna . Við erum sannfærð um að leiðin til hamingjunnar liggur hvorki í gegnum ríkið né auðæfi . Við erum fólk sem telur að mælikvarði á náungakærleika og hjálpsemi, verði aldrei mældur í því hvað við greiðum í skatta, heldur hvernig við komum nágranna okkar til hjálpar án þess að sérstaklega sé um það getið í fjölmiðlum . Sjálfstæðismenn eru bara venjulegir Íslendingar og þegar Sjálfstæðisflokkurinn byrjar að tala og framkvæma eins og venjulegir Íslendingar, mun flokkurinn — en fyrst og fremst þjóðin — njóta góðs af .“ Ný mynd af íslensku miðaldasamfélagi Steinunn Kristjánsdóttir: Sagan af klaustrinu á Skriðu . Sögufélag, Reykjavík 2012, 375 bls . Eftir Jón Þ . Þór Sá sem þessar línur ritar sat fyrir skemmstu á tali við góðan kollega sem mikið hefur fengist við íslenska miðalda- sögu á löng um starfsferli . Eins og vænta mátti barst talið að íslenskri söguritun og -rannsóknum og stöðu sagnfræðinnar hér á landi um þessar mundir . Þá sagði félagi minn eitthvað á þessa leið: „Fornleifarannsóknir síðustu ára hafa gjörbreytt viðhorfum og vitneskju um elstu söguna . Það stendur ekki steinn yfir steini í því sem okkur var kennt á sínum tíma, jafnvel ekki af því sem við kenndum fyrir tíu til tuttugu árum .“ Þessi orð hins margfróða starfsbróður míns komu mér oftar í einu sinni í hug er ég las bók Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings, Sagan af klaustrinu á Skriðu . Hún fjallar, eins og nafnið bendir til, um klaustrið á Skriðu í Fljótsdal — Skriðu klaustur — og hlýtur að teljast ís-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.