Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Qupperneq 4

Skólavarðan - 01.12.2015, Qupperneq 4
4 DESEMBER 2015 Í tengslum við Alþjóðadag kennara, 5. október síðast- liðinn, lét Kennarasambandið gera stutt myndband þar sem nokkrir vegfarendur í Reykjavík nefndu uppáhalds- kennarann sinn. Sjálfur tók ég viðtölin, sem varð til þess að ég fór að hugsa hvað ég hefði sagt. Svarið kom mér nokkuð á óvart – en allir sem ég hefði nefnt eru karlmenn. Í grunnskóla var ég til dæmis þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja í tímum hjá þeim Sveini Herjólfs- syni og Berki Vígþórssyni. Í framhaldsskóla voru það Finnur N. Karlsson og Jón Ingi Sigbjörnsson sem í minningunni reyndust mér betur en aðrir. Ég var reyndar svo heppinn að njóta leiðsagnar frábærra kennara af báðum kynjum í gegnum mína skólagöngu. En fyrir ungan dreng í grunn- skóla og síðar brothættan ungling í framhaldsskóla skipti það afar miklu máli að hafa aðgang að þessum sterku, rólegu, flottu og kláru körlum. Þessum frábæru fyrirmyndum. Því það er einmitt það sem börn og unglingar þurfa – fyrirmyndir. Af báðum kynjum. Um þetta held ég að allir séu sammála. Það vekur því áhyggjur að þróunin í kennarastétt hefur verið stöðug og viðvarandi í þá átt síðustu áratugi að konum fjölgar á meðan körlunum fækkar. Í dag eru meira en 80% félagsmanna KÍ konur og hlutfall þeirra á eftir að hækka enn frekar á næstu árum verði ekkert að gert. Þetta sýna útreikningar Odds S. Jakobssonar, hag- fræðings KÍ, sem fjallað er um hér í blaðinu. Við þessu þarf að bregðast, ekki vegna þess að karlar séu betri kennarar en konur, heldur vegna þess að í skólakerfinu þurfum við jafnrétti alveg eins og annars staðar í samfélaginu. Íslendingar eru í dag afar meðvitaðir um mikilvægi jafnréttis. Það er talað um mikilvægi þess að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Það er talað um að fjölmiðlar þurfi að passa að jafn margar konur veljist sem viðmælendur og karlar. Það þurfi að fjölga konum meðal verkfræðinga, tölvunarfræðinga, lögreglu- þjóna og vörubílstjóra. Á sama tíma fer nánast engin umræða fram um að fjölga þurfi körlum í hefðbundnum kvennastörfum, svo sem kennslu, umönnunarstörfum og annars staðar þar sem á þá hallar. Sem kemur á óvart því við þurfum fjölbreytni og jafnrétti á öllum stöðum. Ekki bara sums staðar. Það má heldur ekki gleyma því að það hefur áhrif þegar hópar fá á sig þann stimpil að þeir sinni kvennastörfum. Þeir sem stjórnað hafa samfélaginu síðustu áratugi og aldir, sem eru aðallega karlmenn, hafa komist upp með að borga konum lægri laun fyrir vinnuframlag sitt en körlum. Vegna þess fá þeir sem vinna hefðbundin kvennastörf oftar en ekki lægri laun en þeir sem vinna hefðbundin karlastörf. Konur fá síðan í allt of mörgum tilfellum lægri laun en karlar sem vinna nákvæmlega sömu vinnu, sem er algerlega óskiljanlegt. Allt þetta þarf að laga en til þess duga engin skammtíma- eða átaksverkefni. Það sem þarf til er breytt hugarfar alls staðar í samfélaginu. Sú þróun þarf að eiga sér stað jafnt og þétt yfir lengri tíma. Aðeins þannig sköpum við raunverulegt jafnrétti og lögum um leið einstaka skekkjur í samfélaginu. Ein þeirra er að allt of fáir karlar velja í dag að verða kennarar. Á því þarf að verða breyting sem fyrst. Aðalbjörn Sigurðsson útgáfu- og kynningarstjóri KÍ. ÓHEILLAÞRÓUN „Á sama tíma fer nánast engin umræða fram um að fjölga þurfi körlum í hefð- bundnum kvennastörfum.“ LEIÐARI Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn Kaplakrika Kópavogsbraut Búðakór BYKO Breidd Bíldshöfða Mosfellsbæ Öskjuhlíð Skeifunni Skúlagötu Hveragerði Selfossi Stykkishólmi Egilsstöðum Mosfellsbæ Borgarnesi Akureyri (Glerártorgi og Baldursnesi) Reykjanesbæ 7 KRÓNUR Á ÞINNI STÖÐ Með KÍ-dælulykli Atlantsolíu fá félagsmenn 7 kr. afslátt á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum félagsins. Á afmælisdegi dælulykilshafa veitir dælulykill 15 kr. afslátt. Sæktu um lykil eða uppfærðu afsláttarkjörin á www.ki.is

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.