Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 38
38 DESEMBER 2015 aldrei að koma nálægt mat. Þessu er hægt að breyta og gera námið praktískara og um leið áhugaverðara.“ Ingibergur er ekki sáttur við ákvörðun menntayfirvalda um að takmarka aðgang 25 ára og eldri að framhaldsskólum. „Þau eru óteljandi dæmin sem ég hef séð um ungmenni sem hafa dottið út úr skóla á ákveðnu tímabili en síðan fundið sína fjöl og komið aftur í nám. Þetta fólk hefur orðið að mjög færum iðnaðarmönnum.“ Það verður að bjóða eitthvað annað í staðinn, segir Ingibergur. „Við höfum staðið fyrir raunfærnimati hér í Iðunni fræðslusetri og hefur það gefið góða raun. Þá er kannski einhver sem byrjar sem sópari á bílaverk- stæði en tekur svo að sér fleiri störf. Svo kannski klárar hann nokkra áfanga í íslensku og stærðfræði í skóla en gufar svo upp í fáein ár. Líður svo tíminn og nemandinn kemur hingað og fær þjónustu námsráðgjafa, skoðað er hvar hann er staddur og svo hefst vegferðin. Með þessum breytingum á fram- haldsskólakerfinu lokast hins vegar margar dyr og er eiginlega óskiljanlegt að menn fari þessa leið; ég hefði haldið að það væri rós í hnappagatið að bjóða fólki að mennta sig og verða betri samfélagsþegnar. Fólk á að fá að vinna hafi það heilsu til Félagsmálin hafa alltaf verið stór þáttur í lífi Ingibergs þótt hann segist nú hættur öllu slíku. „Já, ég var mikið í félagsstörfum og hóf ferilinn í Félagi bifvélavirkja meðan ég starfaði í iðngreininni, auðvitað í stjórn, og svo þegar ég fór að kenna í Sambandi sérskóla sem svo hét, en innan vébanda þess voru kennarar í verknáms- og iðnskólum. Ég náði að verða formaður félagsins undir lokin eftir að hafa setið í stjórn þess mörg tímabil. Félagið breytti um nafn í ljósi breytinga á starfsvettvangi félagsmanna sinns og tók sér nafnið Félag framhaldsskólakennara og þannig rann það inn í nýtt Kennarasam- band. Fyrir sameiningu var þetta FF, lítið félag með um 300 félaga, en eftir samein- inguna varð það myndarlegt stéttarfélag eins og allir sjá í dag.“ Ingibergur sat í stjórn gamla Kennara- sambandsins síðustu árin sem það starfaði og í stjórn þess nýja sem fulltrúi FF. Þá eru ótalin störf í samninganefndum, samstarfsnefndum og norrænu starfi fyrir framhaldsskólakennara. Hann er eins og fyrr segir ekki hættur að vinna þótt hann sé genginn í eftirlaunafélag kennara. Ingiberg- ur er gagnrýninn á fyrirkomulag starfsloka í kennarastétt. „Ég var kallaður á fund skólameistara þegar ég varð sjötugur og sagt að nú yrði ég að hætta; ég hafði þá verið í hálfu starfi í þrjú ár. Það má víst ekki hafa fólk eldra en sjötíu ára.“ Hann var ekki tilbúinn að setjast í helgan stein og fór að vinna við þýðingar en slík vinna hefur alltaf legið vel fyrir Ingibergi. Hann hefur meðal annars setið í orðanefnd um íðorðasafn bíliðna á vegum íslenskrar málnefndar. „Manni býðst að fara í 49 prósent starf en er um leið bannað að vinna stjórnunarstörf,“ segir Ingibergur og bætir við að hann hafi stokkið til þegar forsvarsmenn Iðunnar höfðu samband í byrjun árs og buðu honum að koma til starfa. „Mér finnst þetta hallærislegt, ef fólk hefur vit og getu þá á það að fá að vinna,“ segir Ingibergur sem mun áfram vinna að framgangi bíliðna í landinu auk þess að þýða tæknitexta yfir á okkar ástkæru ylhýru íslensku. Öryggisbelti í öllum bílum og yfir 800 sæti með þriggja punkta beltum. Umhverfisvænar rútur Árlegt öryggisnámskeið fyrir bílstjóra Vorferðir Fræðsluferðir Gönguferðir Fjöruferðir Sveitaheimsóknir Heimsókn í Álfa-, trölla og norðurljósasafnið eða Draugasetrið Bjóðum ódýra gistingu fyrir hópa Dæmi um skólaferð: létt fjallganga, Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið eða Draugasetrið og sund. Guðmundur Tyrfingsson ehf Sími 482 1210 gt@gtbus.is www.gtyrfingsson.is „Þau eru óteljandi dæmin sem ég hef séð um ungmenni sem hafa dottið út úr skóla á ákveðnu tímabili en síðan fundið sína fjöl og komið aftur í nám,“ segir Ingibergur.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.