Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 45

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 45
Þegar við eldum eftir uppskrift spyrjum við hvernig við getum fengið það sem okkur vantar. Tæknihyggja nútímans tekur mið af framleiðsluaðferðum þar sem er byrjað með nákvæma lýsingu á afurðinni. Sá sem ætlar að gera gott úr aðstæðum sínum og sjá tækifæri í því óvænta þarf hins vegar sveigjanleg og ónákvæm markmið. Varðandi þriðja greinarmuninn læt ég duga að nefna að þeir sem hafa einhvern tíma dansað til að skemmta sér vita að til- gangur þess sem við gerum er ekki endilega nein lokaafurð. Fólk með sæmilega fullu viti stundar ekki dans til þess að uppskera skemmtun að honum loknum. Skemmtunin er innifalin í athæfinu og þannig er með flest það besta sem við gerum, það hefur tilgang í sjálfu sér. Þetta gildir jafnt um lærdóm og leiki eða vinnu. Að rökræða saman um sögu, reyna sig í íþrótt, leysa þraut – þetta er allt þess virði að gera sjálfs þess vegna. Dewey minnir á það í áðurnefndri bók sinni, Democracy and Education, að ef vinnan í skólanum gerir daginn í dag ekki að góðum degi þá verður nám að gleðisnauðum og árangurslitlum þrældómi. Eiga skólar að gera sitt besta til að mennta fólk eða eiga þeir einkum að uppfylla þarfir stjórnsýslunnar? Það segir sig nánast sjálft að það er auðveldara að mæla árangur ef tilgreint er af nákvæmni hver útkoman á að vera og hún er að fullu komin fram þegar mælingin er gerð. Þess háttar áætlanabúskapur býður líka upp á miðstýringu þar sem fólki er ekki treyst heldur látið vinna eftir nákvæmum fyrirmælum. Tæknihyggjan á því samleið með stjórnlyndi og ráðríki. Kröfur yfirvalda um mælanlegan og samanburðarhæfan árangur eru hluti af við- leitni til að meta „afköst“ skóla og ráðstafa almannafé skynsamlega. Þó við hljótum að sýna þessum kröfum vissa samúð þurfum við að hafa það á hreinu að það er ekki meginmarkmið skóla að framleiða tölur handa stjórnsýslunni. Skólastarf snýst um að iðja nemenda sé lærdómsrík og markmið slíkrar iðju eru iðulega að hluta til leiðar- stjörnur fremur en vörður. Þau eru líka meira og minna óljós og loðin – að hluta til lífsgæði sem menn höndla meðan unnið er og að hluta til alheimt löngu seinna á langri ævi. Að ætla sér að hafa þau öll til reiðu að verki loknu er svo óraunhæft sem framast getur verið. Til að skipuleggja farsælt skólastarf þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað markmið menntunar eru af mörgu tagi. Um leið og þessi fjölbreytileiki er viðurkenndur er a.m.k. sumum gerðum miðstýringar hafnað og þeim sem vinna í skólunum fært vald yfir iðju sinni. Eins og Dewey útskýrði fyrir 99 árum er dreifstýring – sjálfsstjórn á vettvangi og frelsi til að nýta eigin skynsemi í vinnu – meginforsenda fyrir farsælu starfi. Skólastarf snýst um að iðja nemenda sé lærdómsrík og mark- mið slíkrar iðju eru að hluta til leiðarstjörnur fremur en vörður. Handleiðsla er líkleg til að stuðla að vellíðan í starfi. Hún er fyrirbyggjandi þáttur varðandi starfsþreytu, skerpir markmiðssetningu og eflir samskiptahæfni. Nýttu þér rétt þinn til handleiðslu, sbr. 3. gr. í úthlutunarreglum sjúkrasjóðs frá 1.des 2005. Guðrún H. Sederholm MSW fræðslu – og skólafélagsráðgjafi, námsráðgjafi og kennari. Lundur 92, 200 Kópavogur / S: 5544873 / Gsm: 8645628 gsed@simnet.is h ttog.com Lesmál er ætlað fyrir 2. bekk í apríl. Prófið er einifalt í notkun. Það metur umskráningu, lesskilning, hraðlestur og réttritun. Prófinu fylgir ítarleg próffræðileg skýrsla, auk hefðbundinna upplýsinga um fyrirlögn, skráningu stiga o.fl. Lesmál Mat á lestri og réttritun Höfundar eru Rósa Eggertsdóttir, Sigurgrímur Skúlason og Ingvar Guðnason sem teiknaði myndir. Skólar geta fengið sent sýnishorn af prófinu. Rósa Eggertsdóttir annast dreifingu (gsm 894-0568, rosa@ismennt.is). Verð með ljósritunarrétti skóla er kr. 24.500.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.