Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Page 21

Skólavarðan - 01.12.2015, Page 21
stjórnendum við að taka slík viðtöl. Það sé ekki síður mikilvægt að henda til hliðar öllum þeim staðalímyndum sem fólk hafi af eldri starfsmönnum, því margar þeirra séu einfaldlega rangar. „Eins og við ræddum áðan þá er ímyndin sú að eldri starfsmenn eigi erfitt með að tileinka sér nýja hluti og hafi jafnvel ekki áhuga á því. Það er einfaldlega ekki rétt, því rannsóknir gefa til kynna að færni starfsmanna aukist með árunum, meðal annars til ákvarðanatöku og til að leysa vandamál. Viljinn til að læra nýja hluti og taka þátt í þjálfunar- og fræðsluprógrömm- um er einnig til staðar. Sömu rannsóknir gefa síðan vísbendingar um að eldri starfsmenn sitji eftir í þessum málum, og fái ekki tækifæri til náms og þjálfunar til að mæta nýjum verkefnum, nýjum aðstæðum og nýjum vinnuaðferðum. Það leiði síðan til þess að þeir dragist aftur úr.“ Ekki líta fram hjá reynsluboltum Við vinnslu ritgerðarinnar ræddi Jóna Val- borg við átta starfsmenn á aldrinum 50 til 63 ára. Í þeim hópi voru bæði starfsmenn sem upplifðu að þeim væri sinnt og þeir fengju tækifæri í störfum sínum, og starfs- menn sem voru í verri stöðu. Einn var sem dæmi nánast afskiptur í sínu starfi. „Ég hef lært að starfsfólk er einstaklingar en ekki ímyndir eða táknmyndir hópa. Þegar við sýnum það í verki að starfsfólkið okkar er verðmætt og eftirsóknarvert, þá hefur það jákvæð áhrif á alla. Gefum reynsluboltunum tækifæri til að fara á námskeið eða ráðstefnur ef þeir hafa áhuga á því. Það getur síðan verið jákvætt að fá reynslumikið starfsfólk til að miðla þeirri þekkingu sem það sækir sér til yngri og reynsluminni starfsmanna. Þannig slá stjórnendur tvær flugur í einu höggi. Skila- boðin eru: ég hef miklar mætur á þér og ég veit að þú ert frábær í þínu starfi. Þetta er augljóslega mjög hvetjandi. Við megum ekki gleyma að það felast verðmæti í hverjum einasta starfsmanni, og það blasir við að starfsmaður sem hefur til dæmis unnið á sama vinnustað í marga áratugi býr yfir verðmætri þekkingu. Það er því allra hagur að hann sé bæði virkur og áhugasamur,“ segir Jóna Valborg. „Við verðum að vera vakandi fyrir þessum hópi og mér finnst stjórnendur vera að vakna til vitundar um það. Hættan er að ef þeir geri það ekki missi eldri starfsmenn áhugann. Einn viðmælandi minn, 56 ára gömul kona, sagðist til dæmis í gegnum tíðina oft hafa farið á námskeið og ráðstefn- ur en hún væri hætt því í dag. Í staðinn væri hún farin að sinna áhugamálunum af auknum krafti, til dæmis með því að fara á námskeið í hannyrðum og sköpun. Hún var búin að ákveða að hætta og farin að eyða orkunni og tímanum í að undirbúa eftirlaunaárin.“ „Rannsóknir gefa til kynna að færni starfs- manna aukist með árunum, meðal annars til ákvarðanatöku“ ÆFUM LESTURINN SAMAN Við bjóðum mikið úrval kennslugagna fyrir lestur og stærðfræði. Fagmannleg ráðgjöf og reynsla í 10 ár Hafðu samband við okkur í Ísey & ABC í síma 588 0077 eða á netfangið iseyabc@iseyabc.is Einnig hlökkum við til að taka á móti ykkur að Stangarhyl 5. Stangarhyl 5 - 110 Reykjavík - Sími 588 0077 - www. isey.is - iseyab  vc@iseyabc.is

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.