Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 19
DESEMBER 2015 19 og hef ég verið síðan. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú þrettán til fjórtán hundruð.“ Örestad skólinn er sérstakur og eftirsóttur Það er iðulega talað um að þessi skóli sé sérstakur. Hvað er átt við með því? „Húsið sjálft er mjög frábrugðið flestum öðrum skólabyggingum. Hér eru hefð- bundnar skólastofur en svo eru jafnmörg hóp- eða paravinnusvæði. Um það bil helm- ingur heildartímafjölda hvers nemendahóps er kennsla í stofu en hinn helming tímans vinna nemendur á þessum svæðum með aðstoð kennara. Undirbúningur kennarans er því með allt öðrum hætti en ef kennslan væri öll hefðbundin.“ En þetta er samt sem áður bekkjakerfi? „Já, þetta er bekkjakerfi, hámark 32 nemendur í hverjum bekk. Núverandi ráðherra vill fjölga í bekkjunum en maður veit ekki hvað gerist með það.“ Það hefur margoft á síðustu árum komið fram að þessi skóli sé sá eftirsóttasti í landinu. Hver er ástæðan fyrir því? „Það er námsframboðið. Hér er mjög margt um að velja, til dæmis blaðamanna- og fjölmiðlabraut, og það sem viðkemur þessari nútímatækni nýtur mikilla vinsælda. Náttúrufræðibrautin þykir mjög góð og það er líka ýmislegt í boði sem ekki er annars staðar, til dæmis er kennd kínverska. Hér eru nemendur ekki með neinar bækur, skólinn leggur til tölvu og þar er allt námsefni. Skólinn er að ákveðnu marki hverfisskóli en svo er ákveðið hlutfall nem- enda annars staðar að. Það er ekki hægt að velja nemendur í skólann eftir einkunnum því einkunnir umsækjenda fær skólinn ekki að vita. Hér er líka hátt hlutfall nemenda af erlendu bergi brotið, og þá er ég ekki að meina innflytjendur.“ Fljótandi síbreytileg stundaskrá Samkvæmt kjarasamningum er vinnu- skylda danskra framhaldsskólakennara 37 klukkustundir á viku. Í Örestad Gymnasium er svokölluð fljótandi stundaskrá sem þýðir að kennslutímafjöldinn og stundaskráin breytast frá degi til dags. Kristín kann þessu vel. „Sumir skólar reyndu að fara eftir því sem stjórnin vildi pína í gegn á síðasta ári, sem sé að allir kennarar væru í skólanum frá klukkan átta til fjögur. En þetta er ekki hægt í öllum skólum, í þessum skóla er til dæmis ekki nægilegt pláss til þess að allir kennarar geti verið hér samtímis og allan daginn. Þessi löggjöf var að mínu mati vanhugsuð.“ Engin vottorð Talið berst að vottorðum og fjarvistum. „Hér eru engin vottorð, hvorki fyrir nemendur né kennara. Hér er mætingar- skylda en nemandi hefur leyfi til að vera fjarverandi 10% af tímanum í hverri grein og þarf ekki að tilgreina ástæður. Frá þessu eru engar undantekn- ingar, nema ef viðkomandi hefur til dæmis lent í alvarlegu slysi eða eitthvað því um líkt. Þá er það skoðað sérstaklega. Kennarinn hefur ekki neina 10% heimild. Ef ég til dæmis verð veik og tími fellur niður verð ég að bæta þeim tíma við, í lok annarinnar. Ég á að kenna hverjum nemanda sextíu og sjö hundrað mínútna tíma á ári. Ekki meira og ekki minna.“ Þurfa kennarar að fylgjast með fjarvistum? „Nei. Í upphafi tíma merki ég við í kladda sem er í tölvunni, en það er svo annarra að vinna úr því og grípa til viðeigandi ráðstaf- ana ef svo ber undir.“ Hafa nemendur aðgang að mætinga- og fjarvistabókhaldinu? „Já, og þeir fylgjast mjög vel með því og geta séð þetta frá degi til dags. Á sérstökum kynningardegi geta foreldrar eða forráða- menn pantað viðtalstíma við kennara. Þá fá þeir úthlutað tilteknum tíma með kennara þar sem foreldrar og kennari hittast. Þetta fyrirkomulag gildir um nemendur yngri en 18 ára. Þegar nemandi hefur náð 18 ára aldri má kennari hins vegar ekki veita neinar upplýsingar um viðkomandi. Prófin eru tvenns konar, annars vegar próf sem við semjum og hins vegar próf sem koma frá menntamálaráðuneytinu, sem eru samræmd og tekin á sama tíma um allt land, líkt og var með landsprófið og samræmdu prófin heima. Þriðji möguleik- inn er munnlegt próf eða að vetrareinkunn (stöðueinkunn) gildi. Varðandi prófin frá ráðuneytinu er það þannig að nöfn nemenda eru dregin úr hatti, í ráðuneytinu. Þetta þýðir að úr þrjátíu manna bekk fara kannski tíu í slíkt próf.“ Fannst ég orðin milli „Þegar ég fékk útborgað í fyrsta skipti trúði ég varla mínum eigin augum þegar ég sá launaseðilinn, fannst ég bara vera orðin milli! Vinnan er líka léttari, í mínum skóla getur kennarinn einbeitt sér að kennslunni en er laus við allt mögulegt annað, og oft á tíðum tímafrekt stúss, til dæmis í kringum mætingar. Við erum ekki í sáluhjálp og heldur ekki trúnaðarvinir.“ Eru kennarar í dönskum framhalds- skólum ánægðir í starfi? „Ég held að þeir séu almennt sáttir við launin. Þeir eru hins vegar ekki jafn ánægðir með ýmislegt sem yfirvöld menntamála láta sig dreyma um, t.d. hugmyndir um fjölmennari bekki og eins eru þeir ekki sáttir við þær reglur að skólinn þurfi að taka við öllum nemendum. Nemandi sem ekki veit t.d. hver helmingurinn af sextán er á ekki erindi í framhaldsskóla en fær samt pláss ef hann vill. Svo dettur þessi nemandi kannski út um áramót og það þýðir tekjutap fyrir skólann. Þetta er ekki nógu gott.“ Kennslusvæðin og stofurnar liggja út frá stiganum. Mikil áhersla var lög á hljóðeinangrun við hönnun hússins og það hefur tekist mjög vel. Stiginn er miðja skólans, þaðan liggja vegir til allra átta.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.