Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 20
20 DESEMBER 2015 Kennarastéttin er að eldast, eins og raunar íslenska þjóðin í heild sinni, og að óbreyttu stefnir í kennaraskort innan fárra ára þegar stórir árgangar kennara ná eftirlaunaaldri á sama tíma og fá ungmenni mennta sig í kennslufræðum. Af um 10.400 félagsmönnum Kennarasambands Íslands eru tæplega 4.400 fimmtíu ára og eldri. Elsti starfandi félagsmaður KÍ er sjötíu og fjögurra ára tónlistarkennari (sá yngsti er 19 ára og starfar einnig við tónlistarkennslu). Skólastjórnendur standa því frammi fyrir þeirri stöðu að þurfa í auknum mæli að treysta á eldri starfsmenn og jafnvel að vonast til að einstakir starfsmenn seinki því að fara á eftirlaun. Jóna Valborg Árnadóttir, sem er ein fárra sem skoðað hefur stöðu miðaldra og eldra fólks í starfi, segir þessa stöðu geta skapað ákveðinn vanda því oft fái eldri starfsmenn ekki þá hvatningu sem þeir þurfi. Víða í Evrópuríkjunum virðist það til að mynda færast í vöxt að fólk láti af störf- um áður en eftirlaunaaldri er náð, jafnvel þó það sé við góða heilsu og vel vinnufært. Glatað fé eða fundið Jóna Valborg vann á síðasta ári að meist- araritgerð í mannauðsstjórnun sem ber nafnið „Glatað fé eða fundið? Miðaldra og eldra fólk í starfi“. Ritgerðinni skilaði hún inn í október í fyrra, en þar er fjallað um starfsánægju og hvatningu eldri starfs- manna á vinnumarkaði. „Við vitum að það er ákveðin ímynd sem eldra fólk hefur í samfélaginu. Á vinnumarkaði er staðalmyndin sú að eldra fólk vinni hægar, eigi erfiðara með að aðlagast breytingum en yngri starfsmenn og geti síður tileinkað sér nýja tækni og færni, auk þess sem það hafi minni áhuga á námi og símenntun. Þegar ég ákvað viðfangsefni meistararitgerðarinnar langaði mig að skoða hvort þessar staðalímyndir ættu við rök að styðjast. Segja í raun – heyrðu, sjáðu bara þetta reynslumikla fólk. Getum við ekki gert eitthvað?“ Jóna Valborg segir fjölmargar rann- sóknir til um starfsánægju og hvatningu og að mikið hafi verið skrifað um efnið í gegn- um tíðina. Það hafi hins vegar komið á óvart hversu fáir hafi skoðað eldri starfsmenn í þessu samhengi, en það sé sérstaklega brýnt um þessar mundir. „Við verðum að opna augun fyrir því að samkvæmt mannfjöldaspám þá mun eldra fólki fjölga á næstu áratugum og það er því mikilvægt að virkja hópinn á vinnumarkaði. Rannsóknir sýna að oft er ekki nóg að gert í þeim efnum, sem sýnir sig meðal annars í að margir fullorðnir starfsmenn hætta áður en eftirlaunaaldri er náð. Það er erfitt að fullyrða um ástæður þessa, en það er freistandi að draga þá ályktun að margir þeirra séu orðnir leiðir og að hvatann til að halda áfram að vinna vanti. Ég hef rætt þetta við marga starfsmenn og mér sýnist ákveðin hætta á að stjórnendur fari með eldri starfsmenn einhvern veginn á þessa leið: „Ég er hér með manneskju sem er 63 ára. Hún er nú að fara að hætta, og ég ætla að koma henni fyrir inni á skrifstofu baka til og leyfa henni að vinna sín verk í friði“ – sem þýðir um leið að stjórnandinn hættir að sinna viðkomandi starfsmanni, sem er einmitt það sem ekki má gera.“ Miðaldra og eldra fólk í starfi Jóna Valborg segir að hluti vandans sé að gert sé ráð fyrir að allir vilji hætta að vinna við ákveðinn aldur, sem sé ekki endilega rétt. „Til eru rannsóknir sem gefa til kynna að betra sé að gefa sér að fólk vilji vinna lengur og að stjórnendur ættu að skipu- leggja sig út frá því. Það er einnig mikilvægt að ræða þessa hluti við eldri starfsmenn,“ segir Jóna Valborg og bendir á að í ritgerð sinni sé að finna skapalón sem eigi að hjálpa HENTU ÖLLUM HUGMYNDUM SEM ÞÚ HEFUR UM ELDRA FÓLK Eldri starfsmenn búa yfir mikilli færni og vilja bæta sig. Vandinn er að stjórnendur sýna þeim ekki alltaf nægilegan skilning. Jóna Valborg Árnadóttir hefur skoðað stöðu miðaldra og eldra fólks í starfi. Jóna Valborg Árnadóttir, skrifaði um eldri starfsmenn í meistararitgerð sinni. ÆFUM LESTURINN SAMAN Við bjóðum mikið úrval kennslugagna fyrir lestur og stærðfræði. Fagmannleg ráðgjöf og reynsla í 10 ár Hafðu samband við okkur í Ísey & ABC í síma 588 0077 eða á netfangið iseyabc@iseyabc.is Einnig hlökkum við til að taka á móti ykkur að Stangarhyl 5. Stangarhyl 5 - 110 Reykjavík - Sími 588 0077 - www. isey.is - iseyab  vc@iseyabc.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.