Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Síða 44

Skólavarðan - 01.12.2015, Síða 44
44 DESEMBER 2015 Í grein sem birtist árið 1989 í History of Education Quarterly segir sagnfræðingurinn Ellen Lagemann að ekki sé hægt að skilja sögu menntunar í Bandaríkjunum á tuttug- ustu öld nema átta sig á því að Edward L. Thorndike vann og John Dewey tapaði. Ég vil bæta því við að án þess að gera sér grein fyrir þessu er ekki heldur hægt að skilja hvað gerst hefur í skólamálum í Evrópu á þeim rúma aldarfjórðungi sem liðinn er síðan greinin var skrifuð. Þessir tveir áhrifamiklu fræðimenn störfuðu báðir við Columbia háskólann í New York á fyrri hluta síðustu aldar og voru þar fulltrúar andstæðra viðhorfa. Thorndike (1874–1949) átti mikinn þátt í að móta drauma samtímans um vísindalegt skipulag á skólahaldi. Viðleitni Deweys (1859–1952) snerist hins vegar um að bjarga því besta úr frelsishugsjónum nítjándu aldarinnar undan tæknihyggju þeirrar tuttugustu. Eitt mikilvægasta rit Deweys er bók um lýðræði og menntun sem heitir Democracy and Education. Hún kom út árið 1916. Þessi bók gnæfir yfir flest sem ritað var um heim- speki menntunar á síðustu öld – og þar sem Dewey tapaði er æði margt í henni allmjög á skjön við það sem nú er haft fyrir satt. Tæknihyggja um námsmarkmið Ein styrkasta stoð tæknihyggjunnar sem Dewey varaði við er kenning um námskrár- gerð sem varð ríkjandi um miðbik síðustu aldar og gerir ráð fyrir að allt starf skóla sé skipulagt út frá markmiðum sem: 1. Nemendur ljúka eða ná; 2. Hægt er að skilgreina fyrirfram af nákvæmni; 3. Við lítum á sem lokaafurðir skólastarfs. Þessi hugmynd er vitaskuld ekki alger vitleysa. Hún er skynsamleg í aðra röndina. En ef menn halda að menntun snúist bara um markmið af þessu tagi þá eru þeir fastir í hálfsannleika sem mér sýnist varhugaverður. Til að skilja að þetta er hálf- sannleikur þurfum við að átta okkur á hvað markmið og leiðir tengjast á ólíka vegu. Í töflunni er talið upp hvernig hægt er að gera þrenns konar greinarmun á ólíkum tegundum markmiða. Tæknihyggja felst einkum í því að einblína á vinstri dálkinn og láta sem hægri dálkurinn sé ekki til. Hjá öllu skynsömu fólki skipta markmið úr báðum dálkum töflunnar samt máli. Við skulum fara yfir þetta línu fyrir línu og taka dæmi úr hversdagslegu lífi. Lítum á fyrstu línu töflunnar. Maður getur sett sér það markmið að hjóla í vinnuna hvern dag til mánaðamóta. Þetta er markmið sem er hægt að ná og klára og tilheyrir því vinstri dálki í fyrstu línu töflunnar. Maður getur líka sett sér það markmið að lifa heilbrigðu lífi. Því mark- miði er ekki beinlínis hægt að ljúka. Raunar er sama hvað maður vinnur að því af miklum dugnaði – hann verður á endanum lasinn og deyr. Að við getum ekki klárað það að vera heilbrigð, með árangursríkum hætti, þýðir ekki að markmiðið sé slæmt. Sum markmið eru ævilöng viðleitni. Ég líki þeim við leiðar- stjörnur. Markmiðunum sem hægt er að ná líki ég við vörður. Sá sem ratar eftir vörðum gengur frá einni að þeirri næstu og er þá búinn með þann áfanga leiðarinnar. Tæknihyggja gerir ráð fyrir að það sé alltaf hægt að fylgja vörðum. Þetta jafngildir því, svo ég haldi mig við líkinguna, að leið okkar liggi aldrei um áður ókannað land. Um hvað þetta þýðir fyrir nám og skóla hef ég fjallað í lengra máli í grein sem birtist í Skírni árið 2012. Lítum næst á miðlínuna. Það er e.t.v. auðveldast að skilja hvað þar hangir á spýt- unni með því að rifja upp söguna um naglasúpuna. Þar kemur gestur á bæ og húsfreyja segir að ekkert sé til að borða. Hann platar konuna samt til að henda því sem þó er til í pott þar til á endanum mallar þar dýrindis súpa. Gesturinn hafði markmið, sem var að fá eitthvað að borða. Hann gat þó ekki lýst markmiðinu af nákvæmni, því hann varð að nýta það sem gestgjafinn fékkst til að setja í pottinn og gat ekki vitað fyrirfram hvað það yrði. Ef hann hefði byrjað með nákvæma lýsingu á einhverjum tilbúnum rétti þá hefði honum líklega ekki tekist að matreiða neitt. Þegar við eldum naglasúpu spyrjum við hvernig við getum notað það sem við höfum. STEFNA Í NÁMSKRÁRMÁLUM OG FAGLEGT SJÁLFSTÆÐI KENNARA VINSTRI DÁLKUR • Markmið sem nemendur ljúka eða ná (Vörður) • Markmið sem hægt er að lýsa fyrirfram af nákvæmni. • Markmið sem eru afleiðingar þess sem við gerum. HÆGRI DÁLKUR • Markmið sem nemendur ljúka eða ná (Leiðarstjörnur) • Markmið sem ekki hægt er að lýsa fyrirfram af nákvæmni. • Markmið sem eru innifalin í því sem við gerum. Atli Harðarson lektor á mennta- vísindasviði HÍ.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.