Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Page 8

Skólavarðan - 01.12.2015, Page 8
8 DESEMBER 2015 Körlum hefur fækkað hratt í kennarastétt á undanförnum árum en í dag eru karlar aðeins tæplega 20% félagsmanna Kennara- sambands Íslands. Konur eru í meirihluta innan allra aðildarfélaga KÍ; hlutfallið er jafnast innan framhaldsskólans þar sem „aðeins“ sex kennarar af hverjum tíu eru konur en langlægst er hlutfallið í leik- skólanum, til dæmis eru rúmlega 97 prósent félagsmanna Félags stjórnenda leikskóla konur. Þessi mynd hefur verið að breytast hægt og rólega síðustu ár og segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið árið 2006 þegar konur urðu í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í kennarahópi framhaldsskólans. Þessu til viðbótar hafa á mjög stuttum tíma orðið miklar breytingar á kynjahlutfalli meðal kennaranema, bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Konur hafa lengi verið í meirihluta nemanna í heild, sérstaklega meðal þeirra sem eru í leik- skólakennaranámi, en á síðustu árum hefur kynjahallinn aukist hratt meðal þeirra sem sækja sér réttindi til að kenna í framhalds- skólum landsins. Um aldamótin voru karlar þar í meirihluta (um 53 prósent) en í fyrra, fjórtán árum síðar, voru karlmenn aðeins fjórðungur hópsins (25%). Ungar konur taka við af eldri körlum Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ, hefur um nokkurt skeið haft áhyggjur af þessari þróun. Því tók hann sig til á dögunum og skoðaði kynjaþróun í kennarastétt síðustu ár og vann í framhaldi spá um hvernig myndin mun líta út eftir fimm og fimmtán ár ef ekkert verði að gert. Bak við spána er mikil gagnasöfnun og útreikningar, þó segja megi að aðferðafræðin sé í sjálfu sér einföld. Til dæmis byggir fimm ára spáin (fyrir árið 2020) á því að þá hafi kennarar sem náð hafa eftirlaunaaldri hætt störfum, en í stað þeirra komi til starfa nýir kennarar, bæði ERU KARLAR Í KENNARA­ STÉTT AÐ DEYJA ÚT? Aðeins um 20% félagsmanna Kennarasambandsins eru karlar. Úttekt hagfræðings Kennarasambandsins sýnir að verði ekkert að gert mun hlutfall karla í kennarastétt lækka enn frekar á næstu árum. „Það að fjölga körlum í kennslu felur meðal annars í sér að glíma þarf við hefðbundin kynjaviðhorf í sam- félaginu sem móta náms- og starfsval“ Börn sem nú eru í leikskóla geta átt von á því að konur verði í miklum meirihluta þeirra sem kenna þeim í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Oddur S. Jakobsson

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.