Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 24
24 DESEMBER 2015 Það var bjartur og stilltur haust dagur þegar útsendari Skólavörðunnar lagði braut undir barða og ók sem leið lá frá Kaupmannahöfn til N- Sjálands. Tilgangur ökuferðarinnar var að hitta að máli íslenskan kennara sem starfar við Nordstjerne skólann, grunnskóla í smábænum Helsinge. Nordstjerne skólinn varð til árið 2012 þegar tveir skólar í sveitarfélaginu Gribskov voru sameinaðir. Skólinn hefur aðsetur á tveimur stöðum (Ramløse og Helsinge) og nemendafjöldinn er tæplega eitt þúsund, þar af 730 í Helsinge. Kynjaskiptingin er nokkurn veginn jöfn, drengir þó aðeins fleiri. Viðmælandinn, Guðfinna Emma Sveinsdóttir (ætíð kölluð Emma), tók á móti útsendara Skólavörðunnar í haustblíðunni að loknum skóladegi þegar nemendur voru að halda heim á leið. Eftir að hafa gengið um skólabygginguna og drukkið einn kaffibolla var ekki eftir neinu að bíða. Fyrst var, að íslenskum sið, spurt um uppruna. „Ég er borgarbarn, Reykvíkingur,“ var svarið. „Fædd í Reykjavík og uppalin í Garðastræti 14, foreldrar mínir úr Eyjafirði og frá Stokkseyri. Skólagangan hófst í gamla Stýri- mannaskólanum, þaðan lá leiðin í Mela- skólann og loks Hagaskólann þar sem ég tók landspróf. Mig langaði að fara í Menntaskól- ann við Hamrahlíð, en fékk ekki pláss þar og fór þá í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þar stúdentsprófi. Öfugt við marga þótti mér MR ekki skemmtilegur skóli þótt það væru auðvitað ákveðin forréttindi að vera í þessu gamla sögufræga húsi og Þrúðvangi. Þegar ég var fjórtán ára var ég búin að ákveða að verða kennari. Eftir stúdentspróf sótti ég um í Kennaraháskólanum en fékk ekki pláss.“ Af hverju var það? „Ég hef sjálfsagt ekki verið með nógu góðar einkunnir, enda mjög margir umsækjendur. En ég komst svo inn í Kennara háskólann ári síðar.“ Með tvær ferðatöskur til Þýska­ lands „Í MR hafði ég hins vegar kynnst strák, sem ég fór að búa með 1980. Hann hét Þorvaldur Kolbeins Árnason og var tveimur árum eldri en ég. Hann lauk prófi í byggingaverkfræði frá HÍ 1982 og stefndi á meistara- nám í Þýskalandi. Ég var þá búin með eitt ár í Kennara- háskólanum en komst inn í Kennaraháskólann í Karlsruhe og þangað fórum við, nýgift, haustið 1982 með tvær ferðatöskur. Okkur þótti sérstakt að við komuna til Þýskalands þurftum við að fara í lungnamyndatöku til að sýna fram á að við værum ekki með berkla.“ Og þarna voruð þið svo? „Já, þarna vorum við í þrjú ár. Árið 1985 lauk Þorvaldur sínu námi, og ég var komin langt áleiðis í mínu námi og orðin ófrísk. Við fluttum heim og ég lauk Kennaranáminu í Reykjavík hálfu öðru ári síðar, í júní 1987.“ Voru þetta góð ár? „Mjög góð, við ferðuðumst talsvert og dvölin í Þýskalandi kenndi mér margt.“ Byrjaði kennsluferilinn í Mýrarhúsaskóla „Vorið 1987 byrjaði ég svo að kenna í Mýrarhúsaskóla, þótt ég væri þá ekki komin með prófið. Til að gera langa sögu stutta FORELDRASAMTÖL FARA FRAM SÍÐDEGIS OG FRAM Á KVÖLD Mikill munur er á kennarastarfinu á Íslandi og Danmörku að sögn Guðfinnu Emmu Sveinsdóttur. Sömu sögu er að segja um laun- in. Þar með er þó ekki sagt að danska kerfið sé gallalaust. Borgþór Arngríms son Kaupmannahöfn

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.