Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 16
16 DESEMBER 2015 „Í leiklist fá nemendur tækifæri til að máta raunveruleikann við sjálfa sig í traustu umhverfi skólastofunnar, t.d. með því að setja sig í hinu ýmsu hlutverk. Þeir fá líka tækifæri og þjálfun til að hugsa út fyrir rammann, efla ímyndunarafl sitt og vinna í hóp þar sem taka þarf tillit til allra þátttakenda. Leiklist krefst mikillar einbeitingar og hlustunar á umhverfi sitt. Allt þetta stuðlar að menntun heilsteyptra manneskja sem eiga auðveldara með að setja sig í spor annarra og skilja þar með ólíkar aðstæður fólks. Það getur m.a. unnið á fordómum og hræðslu sem svo mikið er af í heiminum í dag.“ Svona svara þau Jóna Guðrún Jónsdóttir, formaður Félags um leiklist í skólastarfi (FLISS), og Ólafur Guðmundsson, gjaldkeri félagsins, útsendara Skólavörðunnar þegar hann spyr um mikilvægi leiklistar í skólastarfi. Leiklistin þarf pláss Ástæðan fyrir spjallinu er meðal annars sú að FLISS fagnaði í ár 10 ára afmæli. Þar var tækifærið nýtt til að líta yfir farinn veg auk þess sem reynt var að leggja mat á stöðu leiklistar í skólastarfi í dag. Bæði Jóna Guðrún og Ólafur eru sannfærð um að mikilvægið sé meira en margir geri sér grein fyrir. „Nú er alltaf verið að tala um að nemendur sem útskrifist úr grunn- og framhaldsskóla verði að hafa skapandi hugsun, frumkvæði og geta unnið í hóp með ólíku fólki. Leiklistin þjálfar þessi atriði og fleiri svo vel,“ segja þau. Jóna Guðrún segir að sem betur fer hafi skilningurinn innan skólakerfisins aukist. „Ég held að skólafólk átti sig alltaf betur og betur á mikilvægi leiklistarinnar og þætti sköpunar í námi. En fagið er ungt og því tekur tíma að festa það í sessi.“ Ólafur bætir við að fleiri rannsóknir vanti til að sýna fram á mikilvægi leiklistar- innar. „Rannsóknir hafa samt sýnt fram á að leiklistarkennsla auki orðaforða og skóla- stjórnendur hafa talað um betri skólabrag, aukið sjálfstæði nemenda, góða þjálfun í samvinnu og að leiklist geri nemendum betur kleift að setja sig í spor annarra“. Bæði viðurkenna þó að ekki sé alltaf innistæða fyrir fögrum orðum. „Allir vilja skreyta sig með fjöðrum og nemendur setja upp litlar og stórar sýningar sem er fínt, en þegar kemur að því að halda úti leiklistar- kennslu samkvæmt stundaskrá þá kemur oft annað hljóð í strokkinn. Rannsóknir hafa sýnt að skólastjórar hafa þarna algeran úrslitamátt. Ef stjórnandinn hefur ekki áhuga þá getur hann gengið fram hjá því að leiklist sé kennd sem er miður. Rannsóknir hafa einnig sýnt að leiklistin býr oft við óviðunandi aðstöðu, t.d. þar sem oft þarf að færa til borð og stóla til að fá örlítið pláss eða flakka á milli rýma í skólanum eftir því hvaða stofa er laus o.s.frv. Markmiðið er auðvitað að fá það viður- kennt að listgrein eins og leiklist krefjist ákveðinnar aðstöðu til að geta blómstrað. Með því að viðurkenna að leiklistarkennsla þurfi aðstöðu sem hentar greininni, á sama hátt og tónmennt, myndlist og verk- greinarnar smíði, textíl og dans, þá verður strax til viðurkenning á að fagið sé í reynd jafnfætis þessum greinum. Það þarf að vera hugsað fyrir einhvers konar leikrými, eins og sviði eða palli. Það þarf að vera aðstaða fyrir búninga og leik- muni, það þarf að vera gólfpláss o.s.frv.“ Leiklistarkennsla ekki að aukast FLISS var formlega stofnað í nóvember 2005 og hafði það í upphafi að leiðarljósi að stuðla að eflingu leiklistar í öllu skólastarfi LEIKLIST GETUR UNNIÐ Á FORDÓMUM OG HRÆÐSLU Ísland er annað tveggja landa í heiminum með leiklist sem sjálfstætt fag í aðalnámskrá. „Bætir skólabrag og eykur sjálfstæði nemenda,“ segja forsvarsmenn Félags um leiklist í skólastarfi. Markmið FLISS er að leiklistarkennslu verði gert jafn hátt undir höfði í skólastarfi og t.d. tónmennt, myndlist, smíði og textíl. Jóna Guðrún Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.