Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 32
32 DESEMBER 2015 BANANABRAUÐ Vekjaraklukkan hringdi klukkan sjö þriðjudaginn sjöunda september og vakti Aðalborgu Þrá Þorsteinsdóttur íslensku- kennara. Það var kaldur haustmorgunn og september nýgenginn í garð. Aðalborg settist upp og velti fyrir sér hve oft hún hafði vaknað við þessa sjö ára gömlu klukku. Hún hafði fengið klukkuna fyrir nokkrum árum þegar Ástríður Rún systir hennar flutti norður og losaði sig í leiðinni við allt sem hún kallaði óþarfa drasl. Aðalborg klæddi sig, bjó um, dró gluggatjöldin frá og horfði um stund út á kaldan haustmorguninn. Hún gekk niður stigann og inn í eldhús, hellti upp á kaffi og smurði dagsgamalt rúnstykki með osti og marmelaði. Við eldhúsborðið velti hún fyrir sér hvernig nýta mætti brúnu bananana sem lágu í rauðu ávaxtaskálinni á borðinu. Hún vildi helst ekki baka bananabrauð því hún átti nú þegar tvö stykki í frysti. Hún gæti sett þá í ávaxtaþeyting en hún átti engan blandara. Ekki vildi hún gera sæta köku úr banönun- um því það var bara þriðjudagur. Aðalborg vildi aðeins baka sætar kökur á sunnu- dögum ef það kæmi nú einhver í heimsókn. „Jæja þá,“ sagði hún við sjálfa sig, „það verður þá bara að vera bananabrauð.“ Svo stóð hún upp og skoðaði í skúffur og skápa til að athuga hvort allt væri til fyrir bakstur- inn. Hún leit á klukkuna, kortér í átta, Hún hafði nær tvo tíma til að baka áður en hún legði af stað í vinnuna. Aðalborg Þrá tók fram hveiti, natron, salt og sykur og mældi hráefnin í ljósgulu skálina frá systu, ásamt þremur eggjum. Hún stappaði svo brúnu bananana þrjá, sullaði þeim í skálina og blandaði öllu saman. Næst skellti hún deiginu í tvö smurð form og setti þau inn í ofn. Þá var bara að bíða. Aðalborg tók fram próf nemenda frá því deginum áður. Hún hafði prófað nemendurna úr kafla sem hún las fyrir þá úr skáldsögunni Það snjóar í júlí eftir Eirnýju Láru Ágústsdóttur. Aðalborg sá greinilega á prófunum hverjir hlustuðu á upplestur- inn og hverjir ekki. Þetta sjö spurninga krossapróf var ansi auðvelt ef hlustað var á. Í tímanum hafði Aðalborg tekið eftir hverjir voru óeinbeittir, dottuðu jafnvel, krössuðu á spássíur stílabókanna eða störðu bara á hvíta veggi skólastofunnar. Aðalborg Þrá vildi sýna nemendunum hvað það skipti miklu máli að fylgjast með. Klukkan á bakaraofninum hringdi nákvæmlega þrjátíu og sjö mínútum eftir að bananabrauðunum var potað inn í ofninn. Aðalborg Þrá hrökk við og stökk frá borðstofuborðinu, inn í eldhús, slökkti á hringingunni, teygði sig í grænmynstruðu ofnhanskana og tók brauðin út. Stundar- korn starði hún á brauðin og velti fyrir sér hvernig hún gæti framkvæmt þessa frábæru hugmynd sem hún var að fá. Hún leit á klukkuna: hálftíu. Hún fór upp og náði í hárauða klútinn frá Margréti móðursystur sinni, gekk svo frá prófunum og fartölvunni ofan í tösku, greip jakkann og banana- brauðin og rölti út í strætóskýli. Strætisvagninn stansaði fyrir Aðalborgu Þrá eftir sjö mínútna labb. Er hún gekk inn í vagninn sá hún hvar fastagestirnir voru á sínum stað. Ungi maðurinn með ljósa síða hárið, bakpokann og appelsínugula reiðhjólið, gamla konan sem fór alltaf út við sundlaugina og stúlkan með bleika hárið voru þarna. Og á næstu stoppistöð komu samlokurnar, vinirnir tveir, annar með gleraugu og hinn í grænum jakka. Svona var þetta á þriðjudagsmorgnum þegar Aðalborg Þrá byrjaði ekki að kenna fyrr en tuttugu og fimm mínútur í tíu. Er hún kom inn á kennarastofuna í Birkihlíðarskóla sá Aðalborg í augum kennaranna hvað þeir girntust banana- brauðin. „Hvað?! Bara verið að baka! Á ekki að gefa með?“ gólaði Sólrún Maria Olsen dönskukennari. Hún var alltaf svo svöng. Aðalborg brosti bara og gekk út úr stofunni. Nemendurnir höfðu hópast fyrir fram- an hurðina á skólastofunni þegar Aðalborg kom að henni. Hún gekk inn í stofuna og fylgdu nemendurnir á eftir og dreifðust um alla stofu. Sumir voru forvitnir um hvað væri í þessum tveimur formum sem lágu á kennaraborðinu. Aðalborg las nemendurna upp, stóð svo upp frá borðinu og dreifði sjö spurninga krossaprófinu og leysti málið um hverjir ættu þessi þrjú ómerktu próf. Hún stóð við töfluna og sagði við nemendurna að nú væri vert að hlusta vel. Allir nemendur skyldu skila prófinu á kennaraborðinu og þeir nemendur sem gerðu tvær villur eða færri mættu fá brauð. Sjö nemendur fengu brauð af tuttugu og þremur. Aðalborg tilkynnti svo nemendunum að lagt yrði fyrir nýtt og aðeins þyngra sjö spurninga Dagný Gréta Hermannsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi Dagný Gréta Hermannsdóttir er á fyrsta ári í Menntaskólanum í Kópavogi. Hún segist ekki hafa samið ýkja margar sögur en á það til að semja þær í höfð- inu; sögur og ljóð. Bókaþjófurinn eftir Marcus Zusak er í uppáhaldi og Kular af degi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Dagný Gréta stefnir að því að koma fleiri sögum á pappír í framtíðinni. Umsögn dómnefndar Í sögunni Bananabrauð lítur höfundurinn yfir umhverfi sitt og reynir að hugsa út heildarlausnir. Í henni leynast einnig ósögð tengsl milli hlutverks foreldra og kennara og í henni er snotur kennslufræði- hugmynd sem að vísu hefur birst í ýmsum myndum í nokkur hundruð ár, hér mætti með góðum rökum tala um fíngerða tilvísun í litlu gulu hænuna. Þó er hér á ferð frumleg og óvænt útgáfa af þeirri hugsun að þeir einir eigi að uppskera sem sinna sinni vinnu. Sagan tekur vel á því söguefni sem lagt var fyrir og nefndin valdi hana ekki síst vegna þess að hún setur kennarastarfið þrátt fyrir allt í nýstárlegt samhengi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.