Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 33
DESEMBER 2015 33 Marta Ellertsdóttir, nemandi í 8. – EHR í Garðaskóla Marta Ellerts- dóttir hefur skrifað smá- sögur í skól- anum en hún segir Emilíu og kennarann vera fyrstu „alvöru söguna“ sína. Marta ætlar að halda áfram á sömu braut og hefur þegar hafist handa við nýja sögu. „Sagan fjallar um tvær vinkonur og það er alltaf einhver ókunnugur að bíða fyrir utan húsið þeirra,“ segir Marta og bætir við að hún geti ekki sagt meira að sinni. Marta les töluvert og mælir með bókinni Kaffi og rán. Nú er hún hins vegar að lesa Gullgerðarmanninn sem er kærkomið því hún þurfti að bíða eftir henni á bókasafninu í næstum hálft ár. Umsögn dómnefndar Emilía og kennarinn er unglingadramatík af besta tagi og milli línanna má lesa grun höfundar um að kennarahlutverkið sé runnið saman við móðurhlutverkið og unglingar í samfélagi dagsins dæmdir til að þjást. Faðirinn í sögunni er grátgjarn og slappur og engin vernd í honum en kennarinn fær fyrst hlutverk hinnar illu móður sem stöðugt rexar og skammast og síðan breytist hún í hina góðu móður sem vill vernda barnið sitt. Það verður að vísu seint ráðin bót á þjáningum unglinga en þessi glúrni höfundur lætur okkur skiljast að kennarinn sé eina vonin. EMELÍA OG KENNARINN 1. kafli Emelía er 12 ára stelpa, með skol- litað hár og brún augu. Hún labbaði eftir malarveginum í áttina að skólanum. Þetta var hennar fyrsti skóladagur í 7. bekk. Hún var mjög stressuð þegar hún labbaði inn í stofuna. Þar sat falleg kona í stólnum. Emelía settist í einn stólinn sem var við hlið ljóshærðrar stelpu. Kennarinn sagði: „Góðan daginn kæru nemendur, velkomin í 7. SKS. Ég heiti Sara Kristín Sveinsdóttir. Í dag byrjum við á því að taka upp lestrar bækurnar.“ „Vá, góð byrjun á fyrsta skóladeginum í 7. bekk,“ hugsaði Emelía. Hún tók upp bókina sína sem hét Töfrakistan og byrjaði að lesa. Tíminn leið og kennarinn var alltaf að skammast í Emelíu vegna þess að hún talaði of mikið. krossapróf í lok tímans, og þeir sem fengju fleiri en tvær villur fengju ekki bananabrauð. Hún las svo annan kafla upp, þó mun styttri, úr skáldsögunni Það snjóar í júlí. Eftir upplesturinn dreifði hún spurn- ingablöðunum og gaf nemendunum tuttugu mínútur til að ljúka þeim. Eftir að hafa farið snöggvast yfir prófin, lét Aðalborg nemend- urna hafa blöðin aftur til að sjá útkomuna og skila þeim svo aftur til hennar. Og eins og hún lofaði fengu þeir sem voru með tvær villur eða færri bananabrauðsneið. Nítján af tuttugu og þremur nemendum fengu brauð. Aðalborg stóð upp og sagði að brauðbiti yrði ekki í boði oftar og að nemendurnir þyrftu ávallt að fylgjast með í tímum til að ná góðum árangri. Það væri bara ekki hægt að slæpast. Hún gaf svo þeim fjórum nem- endum bananabrauðsbita sem fengu færri en sjö rétt svör og sagði við þá „þið getið yfirleitt alltaf gert aðeins betur“. Er Aðalborg Þrá kom inn á kennara- stofuna í hádeginu spurði Sólrún Maria hvar brauðið væri eða hvort það yrði boðið upp á það með kaffinu. „Það er ekkert eftir,“ svaraði Aðalborg, „Ha? Er það búið? Hvað varð um það?“ hélt Sólrún áfram. „Brauðið er búið, Sólrún,“ svaraði Aðalborg Þrá sallaróleg og fór inn í mötuneyti og náði sér í plokkfisk og rúgbrauð, settist niður á kaffistofunni og snæddi hádegismatinn sinn. Kjartan Kurt er nemandi í leikskól- anum Barnabóli á Þórshöfn. Kjartan Kurt Gunnarsson (4 ára) er kátur og áhugasamur ungbóndi á sauðfjár- og geitabúi í Þistilfirði. Kjartan er bók- hneigður og það er lesið fyrir hann á hverjum degi. Að sögn móður Kjartans, Inu Leverköhne, hefur pilturinn mest yndi af bókum sem fjalla um tæki og tól, svo sem í landbúnaði, bílaviðgerðum og húsasmíði. Þá mun Kjartan vera ákaflega hugmyndaríkur og hefur gaman að því að segja langar og flóknar sögur. Umsögn dómnefndar Sagan fjallar um kennara höfundarins, ævintýri þeirra, útbúnað og hæfileika. Fyrri kennarinn sem nefndur er á einhvers konar töfraskó með svo góðu skómerki að bílar staðnæmast þegar í stað ef eigandinn verður fyrir þvi að missa skóinn á götunni. Í slíkum skóm gengur kennarinn í hinum ytri veruleika en þegar komið er á leikskólann klæðir hún sig í stíbba. Það er fallegt nýyrði sem dómnefnd telur að merki stígvél. Seinni kennarinn hefur smíðað tölvu fyrir höfundinn en það er gert í þykjustunni og á því er gagnkvæmur skilningur. Höfundur vill að leikrit verði flutt í leikskólanum og þar er kennaranum á fínu skónum ætlað að leika djús. Dómnefnd telur að sagan beinist skil- merkilega að auglýstu viðfangsefni og milli línanna má lesa ósagða sögu af traustu og hlýju sambandi kennara og nemanda. KENNARI MINN Kennari minn heitir Sidda Líf og hún missti skóinn á götunni. Þá tók hún skóinn og klæddi sig aftur í. Bíllinn stoppaði strax þegar hann sá skómerkið. Hún fór í leikskól- ann og klæddi sig í stíbba. Ég ætla að segja um annan kennara sem heitir Halla. Hún var að smíða tölvu fyrir mig úr spýtum og pappír og blöðum. Það er sko í þykjustunni svona spýtu með svona kringlótt oná. Ég vil að Sidda Líf leiki djús og ég vil hafa leikrit í leikskólanum. Nú er sagan búin.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.