Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 34

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 34
34 DESEMBER 2015 Loksins var tíminn búinn og Emelía var að fara að labba út. Þá kallaði Sara á hana og bað hana að koma til sín. Emelía settist í stólinn á móti Söru. Sara sagði: „Þú verður að hætta að tala svona mikið í tíma hjá mér!“ „Fyrirgefðu Sara, en ekki senda póst heim til pabba.“ „Jú, það verð ég að gera svo hann viti af þessu,“ segir kennarinn. Emelía fékk núna að fara út í frímínútur. „Leiðindakennari!“ hugsaði hún. Núna fór Emelía í frímínútur og svo var enska. Þá var skólinn búinn. Þetta var nefnilega fyrsti dagurinn í 7. bekk svo að þau fengu að fara mjög snemma. Það voru 5 mínútur eftir af frímínútum og þá var komið að ensku. Enskutíminn var byrjaður, Emelíu fannst gaman í ensku vegna þess að þau fengu að horfa á mynd. Eftir ensku fór Emelía heim. Pabbi hennar var heima. Hún opnaði dyrnar að heimili sínu og þar sá hún pabba sinn í tölvunni. Hún hljóp til hans þar sem hann var að lesa póstinn frá Söru. Pabbi Emelíu leit á hana með illu augnaráði. Pabbi hennar sagði: „Ef þú tekur þig ekki á þá ferðu í tölvubann í viku, Emel- ía!“ Emelíu sárnaði, hljóp inn í herbergið sitt og skellti hurðinni á eftir sér. Eftir hálftíma gafst hún upp og kom fram en þar var Sara kennari að tala við pabba hennar. Hún var komin hálfa leiðina þegar hún þurfti að hlaupa inn í hjónaherbergi. Þar sá hún mynd af mömmu sinni á veggnum. Mamma hennar fékk krabbamein 30 ára og á endanum dó hún. Þá var Emelía aðeins 5 ára og hefur hugsað um mömmu sína síðan. Svo heyrði hún útihurðina lokast og í glugganum sá hún Söru fara upp í bílinn sinn. Emelía kom fram þar sem pabbi hennar var farinn að fella tár. Hann leit upp og starði á Emelíu. Hann saug upp í nefið og stóð upp. Þá sagði hún: „Hvað er að pabbi?“ „Ekkert,“ sagði pabbi hennar. Emelía var að spá í að fara út og fá sér ferskt loft. Hún opnaði hurðina og fann vindhviðuna strjúka andlit sitt. Emelía leit á klukkuna þar sem hún var 20 mínútur yfir 3. Hún fór aftur inn og lagðist upp í hjónarúm- ið. Emelía lokaði augunum og reyndi að slaka á. Hún opnaði augun þegar pabbi hennar strauk henni um vangann. „Hvað er klukkan, pabbi?“ „Klukkan er 5:00,“ sagði pabbi hennar. Hann fór út úr hjónaherberginu til að leyfa Emelíu að vakna. Á heimilinu var ein regla, þetta var hún: Það er bannað að opna skápinn inn í hjónaherberginu. Því hafði Emelía hlýtt í mörg ár. Emelía leit í kringum sig og út úr skápnum laumaðist stórt appelsínugult umslag. Emelía fór á fætur og geip umslagið. Hún hugsaði: „Það hlýtur að hafa dottið úr skápnum.“ Emelía opnaði umslagið og inni í því stóð: DNA Umslag Emelía Ragnarsdóttir ( Frá Íslandi) Foreldrar : Ragnar Guðjónsson (Frá Íslandi) Sara Kristín Sveinsdóttir ( Frá Íslandi) „Nei, þetta getur ekki verið!“ Emelía brotnaði niður og gat varla komið orði út um munninn. „Mamma mín er Sara kennari, en hver er þá mamma mín sem dó?“ hugsaði Emelía. Hún hljóp til pabba síns sem sat við sjónvarpið. „Pabbi, er þetta satt?“ „Emelía, ég sagði að það væri bannað að opna skápinn!“ „Ég fann þetta umslag á gólfinu. Segðu mér bara hvort Sara Ragnarsdóttir sé mamma mín.“ Pabbi Emelíu stóð upp og kraup á hnjánum á móti henni og sagði: „Já, það er hún.“ Emelía hljóp og læsti sig inn í herbergi. Hún leit út og horfði á trén sveiflast til og frá. Hún ætlaði ekki að koma fram aftur. 2. kafli Það var liðin vika og Emelía sat ennþá inni í herberginu sínu. Pabbi hennar færði henni mat inn um lúgu sem var á miðri hurðinni. Það var eins og Emelía væri komin í þunglyndi. Hún hugsaði um pabba sinn og Söru, þau pössuðu einhvern veginn ekki saman. Pabbi hennar var kominn með áhyggjur og var alltaf að kalla á hana. Það var sunnudagur og hún var búin að sleppa skóla í viku. Það var tilbúin ferðataska á rúminu og hún var tilbúin að fara að heiman. Emelía sat á skrifborðsstólnum sínum og var að skrifa bréf. Í því stóð: „Kæri pabbi Ég elska þig út af lífi mínu en þú gekkst of langt í þetta sinn. Mér líður illa og hef sleppt því að borða matinn sem þú færðir mér. Þú hefðir átt að segja mér þetta fyrr. Þegar ég las umslagið þá hrundi líf mitt í mola. Ég get ekki sofnað né farið í skólann. Nú er tími til að fara og hefja nýtt líf. Ég get samt komið í heimsókn og ég vona að ég sjái þig seinna. Elska þig, kær kveðja, Emelía.“ Emelía braut umslagið saman og hengdi á gluggann sinn. „Nú er tími til að fara og hefja nýtt líf.“ Hún tók ferða- töskuna sína og henti henni út. Hún bjó á hæð númer 2. Emelía átti reipi sem hélt ljósmyndum uppi á veggnum hennar. Hún tók reipið og batt við járnrör sem var fyrir ofan gluggann. Emelía tók í reipið og lét sig síga niður. Hún snerti grasið með tánum og fann hroll streyma um líkamann. Hún byrjaði að labba í burtu frá húsinu sínu. Þegar Emelía var búinn að labba í smástund missti hún augsýn af heimili sínu. Klukkan var aðeins hálf átta þegar hún byrjaði að labba. Það var liðinn klukkutími og Emelía var villt, svöng og skítug. Hún var komin með heimþrá en ætlaði aldrei aftur heim. Emelía leit í kringum sig og sá veitingastað. Hún hljóp að honum og á hurðinni stóð Opið. Allir litu á Emelíu þegar hún labbaði inn. Hún spurði afgreiðslukonuna: „Gæti ég fengið eitthvað að borða?“ Afgreiðslukonan EMELÍA OG KENNARINN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.