Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 12
STJÓRNVÖLD HLUTAST EKKI TIL UM HVAÐA KENNARAR VELJAST TIL STARFA Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra Lög um skóla og stjórnvöld á hverjum tíma hafa það að meginmarkmiði að við skóla landsins starfi hæft og vel menntað starfsfólk sem hefur þarfir nemenda að leiðarljósi og stuðlar að „alhliða þroska, velferð og menntun“ þeirra, eins og segir í lögum um grunnskóla. Það er í raun skólanna sjálfra að sjá til þess að þeir sem eru ráðnir til starfa uppfylli kröfur um menntun og hafi til að bera þá hæfni og eig- inleika sem eru líklegir til að mæta þörfum nemenda eins og þeim er lýst í lögunum. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að setja sérstaka stefnu um það hvernig sam- setning kennarahópsins innan hvers skóla eigi að vera. Skólar hafa fyrst og fremst að leiðarljósi menntun kennara sem sækja um störf, en önnur sjónarmið geta þar ráðið einhverju, svo sem aldur, reynsla og kyn. Það er eðlilegt að búast við því að skólar ráði til starfa fjölbreyttan hóp starfsfólks og leitist við að hafa hann ekki of einhæfan. Þannig verður betur tryggt að skólinn geti mætt nemendum sem eru eins ólíkir og þeir eru margir og á þeirra eigin forsendum. Þessi sjónarmið sem skólastjórn- endur þurfa að hafa í huga má heimfæra á allt skólakerfið upp að ákveðnu marki. Ef stór hluti kennara í íslensku skólakerfi er á þröngu aldursbili má velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að breikka þann hóp til að endurspegla ólíka sýn og reynslu þeirra sem eru yngri í bland við þeirra sem hafa langa reynslu. Það sama getur gilt um kyn kennarahópsins. Þótt allur kennarahópur skóla sé af sama kyni þá er ekkert sem mælir á móti því að hann geti ekki verið fyllilega hæfur til að sinna sínum störfum af kostgæfni. Aftur á móti er ekki óeðlilegt að það sjónarmið komi upp að heppilegra sé að hafa hæfilega blöndun kynja í kennarahópi innan skólanna, bæði vegna nemenda en einnig vegna kennaranna sjálfra sem þurfa að starfa saman að því að mennta nemenda- hópinn. Stjórnvöld geta sýnt því sjónarmiði skilning að það sé ekki heppilegt að körlum í kennarastétt fari fækkandi, en það er ekki á stefnu stjórnvalda að hlutast til um það hvaða kennarar veljast til starfa svo framarlega sem þeir uppfylla markmið laga um kennaramenntun. Aftur á móti má vænta þess að kennaramenntunarstofnanir og skólastjórnendur leiti leiða til að tryggja fjölbreyttan hóp kennara sem endurspegli ólík svið íslensks samfélags og búi að fjölbreyttri reynslu. Þannig verður best tryggt að kennarar og nemendur geti saman stefnt að „alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun“ eins og segir í markmiðum laga um grunnskóla. SKÓLAVARÐAN ER KOMIN Í APP STORE & GOOGLE PLAY SÆKTU APPIÐ STRAX Í DAG etwinning.is eTwinning.is • einfalt skólasamstarf gegnum netið • góð leið til að virkja nemendur og auka vægi upplýsingatækni • aðgangur að rafrænum verkfærum • netöryggi • endurmenntun kennara • kostar ekkert RAFRÆNT SKÓLASAMFÉLAG Í EVRÓPU

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.