Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Page 35

Skólavarðan - 01.12.2015, Page 35
svaraði: „Áttu eitthvern pening?“ „Nei,“ svaraði Emelía. „Þá get ég því miður ekki fært þér neitt.“ Emelía settist á einn stólinn á veitingahúsinu og lét sér hitna. Það var gott að vera sest eftir alla þessa gönguferð. Emelíu verkjaði rosalega í lappirnar. Sumir komu til hennar og gáfu henni mat og teppi. Dyrnar opnuðust á veitingastaðnum og kona kom inn. Emelía leit á konuna og það kom í ljós að þetta var Sara. Emelía hljóp út úr veitingahúsinu. Þegar hún var komin nokkuð langt frá veitingastaðnum öskraði Emelía á Söru: „Ég veit hvað gerðist milli þín og pabba, Sara!!!!“ Sara leit við en þá var Emelía horfin. Hún fór upp í bílinn sinn til að leita að Emelíu. Hún fann ekki Emelíu og þá hringdi hún í pabba hennar. Pabbi hennar sagði að hún væri inni hjá sér. „Nei, hún er farin,“ sagði Sara við pabba Emelíu. Pabbi hennar fór í sjokk og braut upp hurðina að herbergi Emelíu. Þar sá hann miðann sem Emelía hafði skrifað. Hann las miðann og fór að gráta. Hann hringdi í lögregluna og allir byrjuðu að leita. Pabbi Emelíu fór upp í bílinn sinn og leitaði alls staðar. Hann hugsaði um hvað hann hafði gert og að þetta væri allt honum að kenna. Hann hafði sagt lygasögur um mömmu hennar og prentað mynd af einhverri konu sem hann fann á google. Hann lét myndina í ramma og lét sem það væri mamma hennar Emelíu. Pabbi Emelíu var farinn að hafa svo miklar áhyggjur af dóttur sinni. Sara og pabbi Emelíu höfðu verið saman í mörg ár en skildu svo. Þau hafa samt alltaf haft áhuga á hvort öðru síðan. 3. kafli Emelía hljóp eins og fætur toguðu þangað til að hún þurfti að ná andanum. Ferðataskan var týnd og allt var ómögu- legt. Það var rigning og Emelía nálgaðist risa stóran foss. Allt í einu komu bílljós þar sem Sara hafði fundið Emelíu. Sara kallaði: „Emelía! Pabbi þinn bíður eftir þér.“ Emelía fór til Söru og þær töluðu saman í bílnum hennar. Sara sagði Emelíu sögu um ævi þeirra og pabba Emelíu. Sara ætlaði að byrja að tala þegar það byrjuðu að heyrast þrumur. Samt lét Sara það ekkert trufla sig og byrjaði söguna svona: „Ég og pabbi þinn kynntumst á bókasafni Garðabæjar. Við töluðum mikið um bækur og rithöfunda. Svo bauð hann mér út að borða. Þá vildum við komast lengra í lífinu og við eignuðumst þig. Við lifðum hamingjusöm þar til að einn daginn byrjuðum við að rífast og vera leiðinleg við hvort annað. Okkur fannst þetta vera of mikið álag í lífinu. Við skildum og ákváðum að leyna því að ég væri til. Ég bað pabba þinn um að búa til afsökun yfir að þú ættir ekki mömmu. Það var svo sárt að horfa á þig í skólanum, ég meina, mína eigin dóttur. Þannig að geturðu plís fyrirgefið mér?“ „Já, en við þurfum einhvern veginn að koma ykkur aftur saman.“ Emelía knúsaði Söru og sagði: „Æii, ég gleymdi símanum mínum úti, ég ætla að fara að sækja hann.“ „Ókei, elskan.“ Emelía fór út úr bílnum og hljóp í áttina að fossinum. Það var dimmt úti en bíllinn lýsti upp svæðið. Þarna lá hvíti síminn hennar Emelíu. Allt í einu skrikaði henni fótur. Emelía rann niður hólinn og ofan í fossinn. Hún fann kuldann yfirtaka sig og náði ekki andanum. Emelía reyndi að synda upp en straumurinn var of mikill. Allt varð óskýrt og hún féll til botns... www.arthostel.is arthostel@arthostel.is s. 854-4510 / 894-2910 „Svefnpokagisting fyrir skólahópa“

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.