Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 28
28 DESEMBER 2015 sínum að leika saman, bjóða hver öðrum í kaffi og skiptast á skoðunum. Allir á sínum forsendum,“ segir Sara. Hún kveðst alltaf hafa verið sannfærð um að fjölmenningarhátíð myndi hafa tilætlaðan árangur, svo lengi sem hún fengi skólastjórnendur í hverfinu til liðs við sig svo hægt yrði að virkja foreldra og börn frá mismunandi löndum til þátttöku, en það var ekki hlaupið að því í fyrstu. „Stærsta áskorunin var að sannfæra allt þetta góða fólk, þennan falda félagsauð sem ég kalla svo, um að stökkva um borð og stíga út úr þægindahringnum. Þessi faldi félagsauður er hvorki fulltrúar í foreldrafélögum skól- anna né mætir á fundi þeirra. Eina tengingin mín við þau var í gegnum tómstundarstarf og fataklefa skólanna þar sem börnin þeirra eru með mínum börnum á þessum tveimur skólastigum. Mesta vinnan fór í að sannfæra fólk um að vera með og þetta samtal var maður á mann í heita pottinum í Breiðholtslauginni, á fótboltavelli ÍR og á göngum skólanna. Hreinna grasrótarstarf finnst ekki.“ Breiddu út faðminn og veggir féllu Í aðdragandanum þurftu skipuleggjendur hátíðarinnar að breiða út faðminn í átt að þeim fjölmörgu erlendu þjóðarbrotum sem búa í Neðra-Breiðholti. Marga þurfti að sannfæra og þá voru góð ráð dýr. „Ég vissi að um leið og ég hefði fundið tengilið inn í hvert land fyrir sig, hópinn þaðan, þá myndi þetta smella saman. Ég hvatti því þá sem ég talaði við til að taka vini eða vinkonur með á fundina, bæði til að fá stuðning hvert frá öðru og til að virkja þeirra innra samfélag. Ég spurði þau, hvað gerir ykkur stolt? Hvað viljið þið að börnin mín læri af ykkur? Gólfið var þeirra. Allt í einu voru yfir fjörutíu manns komnir á fundi hjá okkur, allir komnir um borð í þessa vegferð og farnir að trúa á að þetta myndi ganga upp. Og þetta gekk upp,“ segir Sara. Hún segir að viðtökurnar hafi verið ævintýri líkastar og skipuleggjendum hátíðarinnar hafi borist fjölmargar þakkir og hamingjuóskir, jafnt frá þeim sem tóku þátt sem og öðrum íbúum hverfisins. „Ég hef gert ýmislegt um ævina en önnur eins viðbrögð hef ég sjaldan fengið frá ókunnugu fólki. Það hefur stoppað mig og manninn minn til að þakka fyrir daginn á göngum Breiðholtsskóla, í fatahengi leikskólans, í heita pottinum eða úti á fótboltavelli.“ Sara er sannfærð um að fjölmenn- ingarhátíðin í Neðra-Breiðholti sé komin til að vera, enda sé brýn þörf fyrir hátíð af þessu tagi. „Þörfin fyrir svona er svo miklu meiri en mig óraði fyrir og styrkur þessarar hugmyndar er að hún er fyrir staðbundinn hóp af samfélagi. Nærsamfélagið er miklu betra þýði en þegar þessi hátíð er haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur, því í nærsamfélaginu hittast allir í hversdagsleikanum, í búðinni, í tómstundum, á göngum skólans og í fatahengi leikskólans.“ Til marks um það hversu vel hátíðin hafi lukkast nefnir Sara stutta dæmisögu. „Sem dæmi þá heyrði ég af einum þátt- takanda sem stóð vaktina fyrir land sitt. Á borðið hans kom maður og heilsaði. Í ljós kom að þeir bjuggu í sama stigagangi. Þeir höfðu oft hist en aldrei talað saman eða boðið góðan daginn. Eftir hátíðina heilsast þeir alltaf og spjalla saman ef svo liggur á. Þessi stutta dæmisaga segir allt sem segja þarf um þessa hátíð,“ segir Sara. „Ég held að nærsamfélagið mitt sé miklu ríkara, fordómalausara og betra en það var fyrir 31. október 2015. Þennan laugardag féllu veggir milli nágranna, foreldra og barna í hverfinu og úr varð betra samfélag í Bakka- og Stekkjahverfinu,“ segir Sara að endingu. Sara Björg Sigurðardóttir, aðalsprauta fjölmenningarhátíðarinnar, hæstánægð með hvernig til tókst. Yngsti aldurshópurinn bauð upp á skemmtileg og þjóðleg dansatriði. H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Umsóknarfrestir 2016 Rannís auglýsir umsóknarfresti í menntahluta Erasmus+ Nám og þjálfun – umsóknarfrestur 2. febrúar 2016 Nám og þjálfun veitir starfsfólki menntastofnana og fyrirtækja á öllum skólastigum, sem og nemendum í starfsmenntun og á háskólastigi, tækifæri til að sinna námi, starfsþjálfun og kennslu í 33 Evrópulöndum. Fjölþjóðleg samstarfsverkefni – umsóknarfrestur 31. mars 2016 Samstarfsverkefni eru 2-3 ára þematísk verkefni sem eiga að stuðla að nýsköpun í menntun á öllum skólastigum og yfirfærslu þekkingar og reynslu á milli Evrópulanda (minnst 3 samstarfslönd). Sjá nánar á www.erasmusplus.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.