Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 7
DESEMBER 2015 7 Hlýlegar jólagjafir fyrir alla ölskylduna Laugavegi 25 REYKJAVÍK s. 552-7499 Glerártorgi AKUREYRI s. 461-3006www.ullarkistan.is ORLOFSSJÓÐUR LEITAR AÐ SUMAR­ HÚSUM OG ÍBÚÐUM TIL FRAMLEIGU Orlofssjóður Kennarasambands Íslands óskar eftir sumarhúsum og íbúðum til framleigu fyrir félagsmenn sumarið 2016. Leitað er að eignum á landsbyggðinni og er leigutímabilið sumarið 2016 frá 3. júní til 12. ágúst, eða í tíu vikur. Áhugasamir eru beðnir að senda Orlofssjóði tilboðsbréf á netfangið sjodir@ki.is eigi síðar en 14. desember næstkomandi. Í tilboðsbréfinu þarf að fylgja lýsing á eigninni, stærð í fermetrum, ástand og byggingarár. Greina þarf frá herbergjaskipan, svo sem fjölda svefnherbergja og hversu margir geta gist í rúmum. Þá þarf að segja frá staðsetningu, hvað fylgir með húsinu og hvernig nærum- hverfið er, til dæmis með tilliti til afþreyingar og þjónustu. Ljós- myndir af eigninni og umhverfi verða að fylgja með og að sjálfsögðu hugmynd um leiguverð fyrir vikudvöl. Leitað er að sum- arhúsum og íbúðum á landsbyggðinni sem Orlofssjóður getur framleigt til félagsmanna KÍ næsta sumar. SAMÞYKKTIR OG REGLUR VONARSJÓÐS FG OG SÍ Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á Verkefna- og námsstyrkjasjóði FG og SÍ, með það að markmiði að símenntun félagsmanna styðji sem best við framþróun í skólastarfi. Nafni sjóðsins hefur t.d. verið breytt, og heitir hann nú Vonarsjóður FG og SÍ. Nýjum samþykktum og reglum er ætlað að auka svigrúm félagsmanna og gera reglurnar einfaldari og skýrari, t.d. hvað varðar hlutverk sjóðsins og sjóðsstjórnar, umsóknarferlið, afgreiðslu umsókna, ábyrgð umsækjanda og framkvæmd styrkveitinga. Markmið sjóðsins er að auka tækifæri félagsmanna FG og SÍ til faglegrar starfs- þróunar. Með faglegri starfsþróun er átt við að félagsmenn viðhaldi og auki sérfræði- þekkingu sína á sviði náms og kennslu. Styrkflokkar eru nú þrír í stað sex, þ.e.: a. starfsmenntunarstyrkur b. styrkur vegna lokinna ECTS háskóla- eininga c. ferðastyrkur innanlands Ekki verða veittir styrkir vegna námsleyfa, styrkir til aðildar-, svæða- og sérfélaga, styrkir til rannsókna- og þró- unarverkefna, ferðastyrkir vegna lokinna ECTS eininga og hópstyrkir til skólaheim- sókna/kynnisferða (bæði innanlands sem utan) eins og núgildandi reglur gera ráð fyrir. Til að öðlast rétt til úthlutunar þarf sjóðnum að hafa borist iðgjald vegna félagsmanns í sex samfellda mánuði í stað þriggja. Eftirlaunaþegar geta ekki sótt í sjóðinn þegar nýjar samþykktir og reglur taka gildi. Starfsmenntunarstyrkurinn hækkar úr 160.000 kr. í 220.000 kr. á tveggja ára tímabili. Í þennan hluta sjóðsins geta félagsmenn sótt styrki til að sækja nám- skeið innanlands eða utan og til ákveðinna verkefna sem teljast til starfsþróunar þeirra, s.s. vegna námskeiða, ráðstefna, málþinga og skráningar-/skólagjalda. Félagsmenn geta einnig sótt um styrk vegna lokinna ECTS eininga þegar þeir hafa fullnýtt styrk vegna ECTS eininga úr b-hluta sjóðsins. Auk þess geta félagsmenn sótt um styrk vegna skipulagðra skólaheimsókna eða kynnisferða. Nýjar samþykktir og reglur um Vonarsjóð FG og SÍ taka gildi frá og með 2. maí 2016. Frá þeim tíma geta félagsmenn framvísað kvittunum sem eru allt að sex mánaða gamlar og taka þá mið af nýjum styrkfjárhæðum. Eru félagsmenn hvattir til að kynna sér nýjar samþykktir og reglur um Vonarsjóð FG og SÍ á heimasíðu Kennara- sambands Íslands. 160.000 kr. 220.000 kr. starfsmenntunar- styrkurinn hækkar

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.