Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Side 13

Skólavarðan - 01.12.2015, Side 13
MIKILVÆGT AÐ KENNARAR ENDURSPEGLI BÆÐI KYNIN Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins Hver er þín skoðun á kynjaþróun í kennarastétt? Ákjósanlegast er að kynjahlutföllin í kennarastéttinni séu sem jöfnust. Kennarar eru burðarstoðin í námsferli hvers nemenda, allt frá leikskóla til háskóla. Í því ljósi er mikilvægt að þeir sem sinna fræðslu og miðlun þekkingar til barna og unglinga endurspegli bæði kynin. Þarf að gera eitthvað vegna stöðunnar? Já. Stóra myndin er að gera kennaramenntunina og -starfið aðlaðandi fyrir einstaklinga er huga að háskólanámi og eigin starfsferli. Ef þróunin heldur áfram eins og umliðin ár þarf tvímælalaust að skoða ákveðna þætti, bæði til að laða að fólk í kennaranám og vinna gegn þeim kynjahalla sem við nú stöndum frammi fyrir. Það fer saman. Fara þarf vel yfir kennaramenntunina, inntak hennar og aukinn þátt starfsnáms, skoða þarf vinnuumhverfi og auka kennslumat og endurgjöf til kennara. Jafnframt þarf að stuðla að vandaðri umræðu um kennslu og uppeldisstörf, aðferðafræði við gerð kjarasaminga þarf að breyta og síðast en ekki síst er brýnt að auka sveigjanleika innan og á milli skólastiga. Þar eru kerfisbreytingar ekki undanskildar. KARLAR TÖKUM ÞÁTT! Andri Rafn Ottesen kennaranemi Staðan eins og hún er í dag veldur mér áhyggjum, og ekki bætir úr að sjá þessa framtíðarspá. Ég sé ekki betur en að hefja þurfi vinnu við að kortleggja hvar „vandinn“ liggi. Sú hugsun að hlutfall karla færist sífellt nær 10% finnst mér gefa alveg nógu sterka ástæðu fyrir því að eitthvað þurfi að gera í þessu. Það skiptir kannski ekki meginmáli hvort kennarinn sé karl eða kona svo lengi sem einstaklingurinn nær að miðla efninu til nemenda sinna, en mér finnst aftur á móti mjög brýnt að drengir hafi karlkyns fyrirmyndir í kennslu og innan skólastof- unnar. Ég er stoltur af því að vera í kennara- námi með öllu því frábæra fólki sem þar er. Menntun skiptir máli, karlar tökum þátt! SKÓLAVARÐAN ER KOMIN Í APP STORE & GOOGLE PLAY SÆKTU APPIÐ STRAX Í DAG etwinning.is eTwinning.is • einfalt skólasamstarf gegnum netið • góð leið til að virkja nemendur og auka vægi upplýsingatækni • aðgangur að rafrænum verkfærum • netöryggi • endurmenntun kennara • kostar ekkert RAFRÆNT SKÓLASAMFÉLAG Í EVRÓPU

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.