Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Side 37

Skólavarðan - 01.12.2015, Side 37
DESEMBER 2015 37 hann starfaði annars staðar. Spurður hvort hann hafi verið góður kennari segist Ingi- bergur ekki vita það. „Ég á enga hatursmenn svo ég viti og mér fannst alltaf frekar gaman að kennslunni. Það var ánægjulegt að vera í kennslustofunni og ég hafði mikið gaman að því að teikna flókna hluti á töfluna. Gamlir nemendur hafa stundum haft á orði að þeir muni vel eftir töfluteikningum mínum og það hafi verið gagnlegt að sjá hlutina teiknaða upp,“ segir Ingibergur og bætir við að hann sakni þess svolítið að fólk sé hætt að nota töflur – til dæmis á fundum. „Það mætti vera meira af slíku.“ Nýr skóli verður til Ingibergur segir tækniþróun í bílafram- leiðslu ekki endilega kalla á miklar breytingar í kennsluháttum. „Það bætast auðvitað við hlutir enda stöðvar ekkert þróunina. Vélskólinn snerist um gufuvélar í gamla daga þannig að hlutirnir eru sífellt að breytast. Árum saman hafa nemendur í bíl- greinum þurft að læra tölvufræði þannig að það er ekkert nýtt. Ég held að bílgreinarnar séu í sjálfu sér ekkert erfiðari en áður var, vinnan öll er orðin þrifalegri en það má kannski segja að gerðar séu meiri kröfur en áður; þú gerir ekki mistökin tvisvar, bara einu sinni.“ Ingibergur færði sig um set árið 1996, kvaddi Iðnskólann og hóf að kenna í hinum splunkunýja Borgarholtsskóla. Þaðan á hann margar góðar minningar. „Við unnum allt fyrsta sumarið við að undirbúa kennsluna áður en skólinn tók til starfa um haustið.“ Strax í upphafi hófst kennsla í fornámi og á bóknámsbrautum til stúdentsprófs og iðnnámi á sviði mál- og bíliðna. Ingibergur var í fyrstu umsjónarmaður með náminu í bíliðngreinum og síðar kennslustjóri. Hann segir fyrirkomulag námsins í upphafi hafa verið með nokkuð sérstökum hætti. „Sam- starf var á milli atvinnulífsins og skólans sem var nýlunda, og var með þeim hætti að Fræðslumiðstöð bílgreina stýrði í raun náminu í bílgreinum. Það gekk nú á ýmsu og Fræðslumiðstöðin hafði framkvæmdastjóra og starfsmenn á sínum vegum innan veggja skólans. Þeir vildu skipuleggja námið og stjórna öllu. Skólameistarinn, sem þá var Eygló Eyjólfsdóttir, hafði boðvald yfir kennurum en Fræðslumiðstöðin ekki. Það urðu því ýmsir árekstrar og þeir sem lentu á milli voru alltaf kennararnir en svo fór að skólinn tók yfir námsbrautina árið 1998.“ Svokallað lotunám varð strax ofan á innan bílgreinanna og segir Ingibergur að hann hafi þurft að argast töluvert til að fá það í gegn. „Kostirnir við lotunám eru margir, til dæmis að viðfangsefnið er ekki teygt yfir alla önnina og mér þykir þetta hafa gefið betri raun. Þetta er þægilegra fyrir nemendur en að sjálfsögðu verða þeir að vinna stöðugt. Kollegar mínir sem kenndu bóknámsgreinar höfðu oft á orði að það gæti verið áhugavert að taka þessa aðferð upp í til dæmis stærðfræði og ensku. Mannfólkið er þannig nú til dags að það vill uppbrot og til- breytingu – svo það þurfi ekki að vera lengi í því sama,“ segir Ingibergur en hann hefur líka talað fyrir því að annirnar í framhalds- skólum ættu að vera þrjár en ekki tvær. Skólarnir þurfa meira sjálfstæði Talið berst að stöðu iðnnáms nú um stundir en reglulega er fjallað um að nemendur í þessum greinum séu of fáir. „Þetta hefur farið svolítið niður á við og ef horft er á bílgreinarnar þá hefur fækkað mest í hópi bílasmiða. Ég veit ekki hver skýringin er, bílarnir á götunum eru fleiri en áður og vinna við að rétta og mála bíla hefur ekki minnkað. Allar aðstæður hafa batnað og verkstæðin eru betri vinnustaðir en á árum áður. Þessi starfsgrein hefur vissulega breyst en þó er jákvætt að stúlkur eru farnar að láta til sín taka í greininni en heilt yfir vildum við auðvitað sjá mun fleiri nemendur leggja þetta fyrir sig.“ Ingibergur segir ástæður dvínandi áhuga á iðnnámi meðal annars liggja í því að samfélagið hafi ekki náð alvöru sátt um að lögð skuli áhersla á þessa menntun. „Það þurfa allir að leggjast á árarnar ef vel á að takast til. Það er líka mín skoðun að skólar nir þurfi að búa yfir mun meira sjálf- stæði en nú og fá óhindrað að gera það sem er iðnnáminu til framdráttar. Allan minn feril innan skólakerfisins hefur fólk alltaf verið að spyrja: hvað ætli ráðuneytið segi við þessu eða hinu? Því miður hefur ráðuneytið aldrei verið mjög framtakssamt.“ Dæmi um þetta er ný námskrá í bíliðn- um sem kom fyrst út árið 2008 en hafði þá legið fyrir sem ósamþykkt drög frá áttunda áratug síðustu aldar. Hvað iðnnámið áhrærir þá segir Ingibergur að margt hafi verið fært til betri vegar á síðustu árum. Eitt af því er verknám- ið sem nú felur í sér raunverulega skyldu til að gera formlegan námssamning milli nemanda og viðkomandi fyrirtækis sem veitir verklega þjálfun. „Það er mikil bót að þessari reglu enda er samingurinn trygging fyrir bæði nemanda og fyrirtæki. Menn mætast á miðri leið og báðir þurfa að axla ákveðna ábyrgð. Það gerðist því miður of oft að nemendur komu til sveinsprófs – eftir kannski þriggja til fjögurra ára iðnnnám – með ekkert í höndunum. Þá var samningur gerður aftur í tímann sem felur í sér ákveðið virðingarleysi. Nú hafa nemendur samning og vinnu- eða ferilbók með fyrirmælum um hvaða þætti þeir þurfa að þjálfa með sér. Sveinsprófsnefnd fer svo yfir gögnin og þarf væntanlega ekki að prófa eins ítarlega og áður var.“ Hvað grunndeild bíliðna varðar þá myndi Ingibergur vilja sjá ýmsar breytingar og hans skoðun er að verknámsskólarnir þurfi meiri stuðning. „Það þarf að breyta fyrirkomulagi grunndeildar í bíliðnum því eins og staðan er nú þá sér nemandi sem innritar sig í bílgreinar hvorki haus né sporð á bílum í langan tíma – og svo er fólk hissa á að nemendur hrökklist úr náminu. Það fer mikill tími í að læra logsuðu, rafsuðu og teikningu – jafnvel þótt enginn bílavið- gerðarmaður teikni nokkurn skapaðan hlut. Þetta er svona svipað og að kokkanemi fái „Með þessum breytingum á fram- haldsskólakerfinu lokast hins vegar margar dyr og er eigin lega óskiljanlegt að menn fari þessa leið; ég hefði haldið að það væri rós í hnappagatið að bjóða fólki að mennta sig og verða betri samfélags- þegnar.“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.