Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 6
6 DESEMBER 2015 BESTA TÓNLISTARMYNDBANDIÐ OG HVATNINGARVERÐLAUN Á DEGI LEIKSKÓLANS Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla vinna nú að undirbúningi Dags leikskólans 2016. Félögin hafa þegar kynnt skemmtilega samkeppni um besta tónlist- armyndbandið og eru leikskólakennarar, leikskólastjórar og starfsfólk leikskólanna hvatt til að virkja börnin í gerð tónlistar- myndbands. Markmið keppninnar er að varpa ljósi á mikilvægi náms og starfs í leikskólum en um leið að halda skemmtana- gildinu vel á lofti. Bestu tónlistarmyndböndin verða sýnd í Bíó Paradís á Degi leikskólans, sem verður haldinn hátíðlegur 5. febrúar 2016 – þar sem 6. febrúar ber upp á laugardag. Þrjú bestu tónlistarmyndböndin fá verðlaun og í dómnefndinni sitja valinkunnir listamenn, Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi í Skálmöld), Saga Garðarsdóttir leikkona og Salka Sól Eyfeld tónlistarkona. Myndbandakeppnin er samvinnuverkefni FL, FSL, menntamála- ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitar- félaga og Heimilis og skóla. Skilafrestur á myndböndum er til 15. janúar 2016. Þá er vert að minna á hvatningarverð- launin Orðsporið 2016 sem veitt verða í Bíó Paradís á Degi leikskólans. Ákveðið hefur verið að Orðsporið 2016 verði veitt þeim sem hafa lagt sitt af mörkum og sýnt vilja og metnað til að jafna kynjahlutföll í hópi leik- skólakennara. Valnefnd, skipuð fulltrúum Samstarfshóps um Dag leikskólans, fer yfir tilnefningarnar og velur verðlaunahafann. Opnað verður fyrir tilnefningar til 5. desember nk. og er skilafrestur til 15. janúar 2016. NÓTAN HALDIN Í SJÖUNDA SINN Uppskeruhátíð tónlistarskólanna, Nótan, verður haldin í sjöunda sinn á næsta ári. Markmið Nótunnar er að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar en um leið efla vitund í samfélaginu um mikilvægi tónlistar- skóla á sviði menntunar, lista og menningar. Sú nýjung verður á Nótunni 2016 að við bætist viðurkenningarflokkurinn „konsert- ar“ þar sem nemendur flytja kafla úr konsert eða sambærileg verk. Þá mun Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna bjóða nokkrum framúrskarandi atriðum að koma fram á tónleikum sveitar- innar í nóvember á næsta ári. Svæðistónleikar Nótunnar fara fram á fjórum stöðum á landinu í byrjun mars en sjálf lokahátíðin fer fram í Eldborgarsal Hörpu 10. apríl 2016. Nótan er samvinnuverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskól- um, Samtaka tónlistarskólastjóra, Tónastöðvarinnar, Töfrahurðar og Tónlist- arsafns Íslands. Nánari upplýsingar um allt sem viðkemur Nótunni 2016 er að finna á vef Kennarasambandsins, www.ki.is/notan. Degi leikskólans 2015 var fagnað í Björnslundi, leikskólans Rauðhóls í Norðingaholti. Orðsporið kom í hlut Kópavogsbæjar og sveitarfélagsins Ölfuss.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.