Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 10
10 DESEMBER 2015
auka aðsókn í kennaramenntun og nýliðun í
stéttinni,“ segir Aðalheiður. Undir það tekur
Guðrún:
„Mér finnst nauðsynlegt að sporna við
þróun í þessa átt og vil að við bregðumst
skjótt við. Kennsla hentar jafnt körlum og
konum og ég held í þá von að með öflugri
kynningu á kennslustarfinu getum við
mögulega aukið áhuga karla á starfinu.“
Fræðsla og breytt viðhorf
Það eru hins vegar ekki bara ráðamenn
og háskólarnir sem þurfa að bregðast við,
heldur þurfa kennarar sjálfir að líta í eigin
barm. Guðrún nefnir að fræðsla geti nýst í
þessu sambandi. „Með markvissri fræðslu
inn í leik-, grunn- og framhaldsskóla um
störf þeirra sem sinna kennslu væri hægt
að efla ímynd þessara starfa. Einnig þarf að
horfa sérstaklega til þeirra áhugasömu ungu
karla sem byrja að vinna innan leik- og/eða
grunnskólanna en hætta svo störfum. Af
hverju hætta þeir? Væri mögulega hægt að
beina þeim í nám tengt kennslu?“
Aðalheiður segir að víðtæka viðhorfs-
breytingu þurfi í samfélaginu til að sporna
við þessari þróun. „Það þarf að styrkja
jákvæða umræðu um kennaramenntun
og -starfið og koma þeim skilaboðum til
unga fólksins að kennsla sé áhugavert og
gefandi starf. Það að fjölga körlum í kennslu
felur meðal annars í sér að glíma þarf við
hefðbundin kynjaviðhorf í samfélaginu
sem móta náms- og starfsval. Skólarnir
eru smækkuð mynd af samfélaginu og við
þurfum að vinna gegn staðalmyndum af
kynjunum í skólastarfinu, þar sem menntun
hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því
að breyta viðhorfum,“ segir Aðalheiður og
bætir við:
„Við þurfum einnig í starfi okkar að
koma jafnréttismálunum betur á dagskrá.
Það er ekki nóg að skoða hlutfall kvenna og
karla í forystu því jafnréttismálin rista dýpra
en þetta. Hvaða kynjaímyndir eru að verki
í okkar félagsstarfi? Hvernig birtast þær í
launum, ábyrgð og starfsaðstæðum í skólun-
um? Þegar hugsað er um nýliðunarþörfina
í stéttinni blasir við að mikil kynslóðaskipti
eru að verða. Við þurfum að ná til kennara-
nema, ungra kennara, kvenna og karla,
og skapa þeim möguleika til þátttöku í
félagsstarfinu. Við þurfum sem fyrst að fara
að velta því fyrir okkur hvernig við viljum
gera það.“
ÞURFUM AÐ TALA UPP STARF KENNARA
Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Hver er þín skoðun á kynja
þróun í kennarastétt?
Þetta er óheillaþróun og ótækt
að fyrirmyndir barna í leik- og
grunnskóla séu aðeins af öðru
kyninu. Það er afar þýðingarmikið
að börn og ungmenni hafi jafnt
karlmenn sem konur að fyrirmyndum
við kennslu og uppeldi. Slíkt hefur áhrif á
ákvarðanatöku þeirra sjálfra um nám og
störf.
Þarf að gera eitthvað vegna
stöðunnar?
Já, bregðast þarf við og töluvert hefur
verið reynt til þess að sporna gegn þessari
þróun, sem því miður hefur
ekki skilað árangri sem erfiði.
Laun kennara hækkuðu
að meðaltali um 30% við
síðustu kjarasamninga,
sem mun vonandi skila fleiri
umsóknum í kennaranám
frá báðum kynjum. Kennarar og
kennaraforystan, auk sveitarstjórnarfólks,
þurfa að leggja sig fram um að tala upp starf
kennara og ímynd þess við hvert tækifæri
sem gefst og hætta barlómi. Það telst varla
uppörvandi fyrir kennaranema eða nýjan
kennara að fá móttökur á kennarastofunni
með spurningunni: „Hvernig datt þér í hug
að leggja kennarastarfið fyrir þig?“
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
75%
53%
47%
25%
FRAMHALDSSKÓLI KYNJAHLUTFÖLL Í NÁMI OG VIÐ STÖRF
n Karlar í námi n Karlar að störfum
n Konur að störfum n Konur í námi
Heimildir: HÍ, HA og Hagstofa Íslands
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
n Framhaldsskóli n Grunnskóli n Leikskóli
HLUTFALL KARLA Í NÁMI
Heimildir: HÍ og HA
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
25%
17%
4%