Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 15
DESEMBER 2015 15
á mun lengri tíma en stjórnmálamenn horfa
til.“
Rusk segir það valda áhyggjum að
kennarastéttin njóti í dag ekki sama trausts
og hún gerði á árum áður, en það auðveldar
stjórnmálamönnum að gera þær breytingar
á skólakerfinu sem þeir telja nauðsynlegar.
„Hér áður fyrr voru kennarar mjög sjálf-
stæðir og gátu ákveðið hvað og hvernig þeir
kenndu innan þess ramma sem settur var
í námskrá. Sá rammi var oftast nær mjög
sveigjanlegur sem þýddi að hver kennari
gat nýtt sér eigin styrkleika og ég er þeirrar
skoðunar að það skili sér í betri kennslu.
Sjálfstæði skiptir máli og það veldur því
áhyggjum ef þetta traust er að minnka, enda
tel ég að ef samfélagið treystir kennurum
auðveldi það skólum til dæmis að takast
á við þær hröðu breytingar sem nú eru að
verða á samfélaginu. Ég held að niðurstaðan
úr slíku yrði miklu betri heldur en þegar
stjórnmálamenn eru að skipta sér af,
einfaldlega vegna þess að þeir hafa hvorki
þekkinguna né getuna til að skipuleggja
skólastarfið.“
Rusk segir að sá vettvangur sem stéttar-
félög kennara á Norðurlöndum hafi skapað
sér innan NLS geti nýst til að berjast gegn
þessari þróun.
„Á Norðurlöndunum eru stéttarfélög
kennara öflug og rótgróin og við höfum
nýtt þessi sterku félög til að tala fyrir
gæðakennslu og gæðakennurum. Um leið
höfum við reynt að breyta þessu viðhorfi
stjórnmálamanna til kennslunnar. Það
þarf að sýna þeim fram á að við séum
sérfræðingar í kennslu og að það sé í lagi að
treysta fagfólkinu, okkur, fyrir skólastarfinu.
Ég verð að taka það fram að ég furða mig
mjög á þessu viðhorfi stjórnmálamanna
enda koma þeir ekki svona fram við aðrar
stéttir. Ég get til að mynda ekki ímyndað
mér að nokkur stjórnmálamaður fari til
læknis og segi honum hvað og hvernig hann
eigi að að meðhöndla til dæmis verk í hné. Af
einhverri ástæðu finnst stjórnmálamönnum
samt í lagi að koma svona fram við kennara
– kannski vegna þess að allir hafa þeir jú
setið á skólabekk og eru þannig sjálfskipaðir
sérfræðingar í skólamálum. Þarna geta
stéttarfélögin haft áhrif.“
Sameinuð með mikinn slagkraft
Rusk segir að sama baráttan fari fram á
öllum Norðurlöndunum og að stéttarfélögin
styðji hvert annað í þeirri baráttu. „Því til
viðbótar styðjum við hvert annað þegar
einstök aðildarfélög lenda í hremmingum. Við
sendum til dæmis frá okkur sameiginlegar
fréttatilkynningar og ályktanir þegar þörf er
á auk þess sem NLS sendir á hverju ári fjölda
bréfa til ráðamanna, svo sem ráðherra, meðal
annars á Íslandi. Það er trú mín að slíkt hafi
áhrif, því ef t.d. menntamálaráðherra fær bréf
frá samtökum sem hafa á bak við sig 600 þús-
und kennara á öllum Norðurlöndunum, þá
hefur slíkt mikinn slagkraft og eykur líkurnar
á að viðkomandi taki mark á skilaboðunum.“
En hvað hafa KÍ og Ísland fram að færa
í slíku samstarfi?
„KÍ hefur heilmikið fram að færa.
Við getum tekið það sem dæmi að þegar
námskránni var breytt fyrir um fimm árum
þá horfðu hin Norðurlöndin mjög til þess
hvernig það var unnið. Fulltrúar stéttarfélaga
kennara á öllum Norðurlöndunum kynntu
sér námskrána og nýttu margt úr henni í
þeirri vinnu sem farið hefur fram varðandi
breytingar á námskrám í einstökum lönd-
um. Eitt af því sem menn horfðu til var að
mannleg gildi voru höfð í hávegum við þá
vinnu. Þáverandi menntamálaráðherra,
Katrín Jakobsdóttir, gerði vel og alls staðar
á Norðurlöndum hlustuðu menn þegar hún
ræddi hvernig hún nálgaðist það verkefni að
breyta námskránni. Í framhaldi heyrði ég
t.d. einn forsvarsmann í sænsku kennara-
samtökunum segja að hann vildi að sænski
menntamálaráðherrann væri eins og Katrín
og að námskráin í Svíþjóð væri eins og sú sem
hún innleiddi. Nú hef ég hins vegar verið að
fylgjast með umræðunni um hvítbók og þar
sýnist mér að núverandi ráðherra noti ekki
sömu aðferðafræði og Katrín beitti þegar hún
sat í ráðherrastól. Hún hafði til að mynda
samráð við Kennarasambandið og kennara
almennt en Illugi virðist ekki hafa nokkurn
áhuga á því. Það veldur auðvitað áhyggjum.“
Er það þá þín tilfinning að stjórnmála-
menn hlusti jafnvel ennþá minna á þessa
hópa í dag en þeir gerðu áður?
„Já, án nokkurs vafa og ég held að
ástæðuna sé að finna í nýfrjálshyggjunni og
vegna þess að í mörgum löndum hefur orðið
samdráttur sem þarf að bregðast við. Það á
kannski ekki við um Ísland í augnablikinu,
en þetta á til að mynda mjög við í Finnlandi
um þessar mundir þar sem hefur verið
samdráttur í efnahagskerfinu síðustu sjö
ár. Reynslan virðist vera að þegar koma slík
samdráttarskeið þá minnki samráðið – þá vilji
stjórnmálamenn fara í breytingar og ná meiru
fram úr hverjum kennara, hverjum skóla
o.s.frv. Þar getum við horft til þess sem gerðist
í Danmörku 2013 sem var gott dæmi um
hvernig stjórnmálamenn neita að hlusta. Nú á
það sama við í Finnlandi þar sem stjórnmála-
menn reyna að þröngva í gegn breytingum í
andstöðu við kennarasamtökin og kennara
almennt. Það er alltaf vitlaus nálgun.“
Á Norður löndunum
eru stéttarfélög
kennara öflug og rót-
gróin og við höfum
nýtt þessi sterku félög
til að tala fyrir gæða-
kennslu og gæða-
kennurum.
Fulltrúar frá
kennarafélögum
af öllum Norður-
löndunum sátu
í lok september
ráðstefnu NLS
sem haldin var í
Stokkhólmi.