Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 14
14 DESEMBER 2015 SÖMU VANDAMÁLIN Á ÖLLUM NORÐURLÖNDUNUM Norrænu kennarasamtökin (NLS) eru samstarfsvettvangur norrænna stéttarfélaga kennara á öllum skólastigum. Átján stéttarfélög með alls um 600.000 félaga í Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Finnlandi, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð eiga aðild að samtökunum. Eitt meginhlutverk samtakanna er að stuðla að þróun skólamála og auka vegsemd kennarastarfsins í samfélaginu. Útsendari Skólavörðunnar settist á dögunum niður með Anders Rusk, framkvæmdastjóra Norrænu kennarasamtakanna (NLS) og ræddi við hann um starfsemina, helstu verk- efni og mikilvægi þess að stéttarfélög kennara á Norðurlöndum eigi með sér samstarf. „Ég tel afar mikilvægt að Kennarasam- bandið taki þátt í alþjóðlegu samstarfi á borð við það sem fer fram innan NLS, því það tryggir að KÍ er betur í stakk búið til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Ástæðan er að í þeirri alþjóðavæðingu sem við erum að sjá í heiminum standa menn alls staðar frammi fyrir sambærilegum áskorunum. Það er því mikilvægt fyrir samtök á borð við KÍ að fylgjast með umræðunni og þróuninni og hlusta á rökin í einstökum málum,“ segir Anders Rusk, framkvæmdastjóri NLS, spurður um gildi þess að samtök á borð við KÍ taki þátt í því samstarfi sem fram fer innan norrænu kennarasamtakanna. Hann bendir á að atvinnurekendur fylgist vel með alþjóðlegri umræðu og fái þar hugmyndir að breytingum og finni aðferðir við að innleiða þær. Skortur á trausti Rusk segir það sameiginlegt áhyggjuefni allra kennarasamtakanna á Norðurlöndum að stjórnmálamenn hafi síaukna tilhneig- ingu til að innleiða breytingar á kennslu og starfsháttum kennara. „Stjórnmálamenn eru stöðugt að hugsa um endurkjör sem þýðir að þeir vilja breytingar sem hægt er að framkvæma á stuttum tíma, t.d. þremur eða fjórum árum. Kennarar hafa engan hag af slíku. Þeir vilja breytingar en að þær séu gerðar á allt öðrum forsendum og þannig að hæfni þeirra og þekking nýtist sem best bæði við breytingarnar og að þeim loknum. Vandinn við leið stjórnmálamannanna er að menn laga ekkert á fáeinum árum í skólakerfinu, þvert á móti þarftu að hugsa til mun lengri tíma því ef þú ætlar að breyta einhverju þarftu að breyta menningunni í skólunum og innleiða nýja þekkingu í skólakerfið. Það þarf að breyta gildunum og gera það með lýðræðislegum hætti. Ef vel á að vera þarf að framkvæma slíkar breytingar Ísland hefur heilmikið fram að færa í norrænu samstarfi, segir Anders Rusk, framkvæmdastjóri Norrænu kennarasamtakanna.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.