Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Síða 49

Skólavarðan - 01.12.2015, Síða 49
DESEMBER 2015 49 FÉLAGINN RÓSA INGVARSDOTTIR (51 ÁRS) KLÚBBARNIR GLEÐJA HUG, HJARTA OG MAGA Rósa Ingvarsdóttir hefur í mörg horn að líta í félagsmálum; svo sem að taka þátt í skipulagningu næstu kjaraviðræðna FG. Þegar vinnu sleppir nýtur Rósa lífsins gjarna í vinaklúbbum, fjallgöngum og leikhúsi. HVER: Formaður Kennarafélags Reykja- víkur, stjórnarmaður í Félagi grunnskóla- kennara og umsjónarkennari í Rimaskóla. Hvað er á döfinni í Rimaskóla? „Skólar landsins eru þessa dagana að innleiða nýja starfshætti og námsmat samkvæmt nýrri aðalnámskrá og Rimaskóli er þar engin undantekning. Svo er það bara stóra verk- efnið að leita stöðugt leiða til að kenna þannig að öllum nemendum sé mætt þar sem þeir eru staddir og einnig þannig að áhugi þeirra og forvitni séu virkjuð.“ Hvaða mál eru stærst hjá Kennara­ félaginu og Félagi grunnskólakennara um þessar mundir? Félag grunnskólakennara er þessa dagana að skoða hvernig fram- kvæmdin á vinnumatinu hefur gengið í skólum landsins. Þá er framundan að skipuleggja kjaraviðræður en kjarasamn- ingur FG rennur út í lok maí 2016. Hjá Kennarafélagi Reykjavíkur er ýmis- legt á döfinni. Eftir áramót er ætlunin að standa fyrir kynningum á sjóðum KÍ og FG. Annað sem stendur til að skoða er að fara í samstarf við önnur kennarafélög í Reykjavík um samstarf við að búa til skemmtilega hátíðardagskrá á Alþjóða- degi kennara í október á næsta ári. Fljót- lega verður farið af stað með samkeppni meðal kennara og annarra áhugasamra um nýtt logo félagsins. Á vordögum verð- ur svo farið í hina árlegu gönguferð en sú ferð hefur mælst vel fyrir. Ferðirnar efla tengslanet kennara í Reykjavík og oft hafa skapast skemmtilegar skólamálaumræður í þessum ferðum.“ Hvaða bók er á náttborðinu?„Ég er að lesa Hefndargyðjuna eftir hina dönsku Söru Blædel.“ Hvaða leiksýningu langar þig að sjá í vetur? „Ég er á leiðinni að sjá leikverkið Garðabær 90210 í Þjóðleikhúsinu. Mig langar líka mikið að sjá sýningarnar Mávinn í Borgarleikhúsinu og Í hjarta Hróa hattar í Þjóðleikhúsinu.“ Í hvaða félögum og klúbbum ertu? „Ég er auðvitað í Félagi grunnskólakennara en einnig í ýmsum klúbbum með fólki sem ég hef átt samleið með á ýmsum stöðum. Markmið klúbbanna er að búa til skemmtilegar samverustundir sem gleðja hug, hjarta og maga.“ Hvaða plata er oftast á fóninum núna? „Ég á ekki plötuspilara og geislaspilarinn er bilaður en ef ég ætti að velja eitthvað á annarra manna fón þá væri það klárlega eitthvað gott með U2.“ Hvert var uppáhaldsfagið í skóla? „Stærð- fræði, ótrúlega áhugavert fag.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn í Reykja­ vík? „Það eru allir staðir þar sem ég hitti skemmtilegt fólk.“ Áttu gæludýr? „Nei, ekki nema börnin mín teljist til gæludýra.“ Hvernig færðu útrás? „Með því að fara í fjallgöngu með áhugaverðu fólki.“ Hvað gerirðu á laugardagsmorgnum? „Les fjölmiðlana í ræmur þar sem sjaldn- ast er tími til þess á öðrum dögum.“ Hvaða þekktu persónu hefðirðu viljað hafa sem kennara? „Ég hefði verið til í að sitja í kennslustund hjá Pýþagórasi og heyra hans pælingar í stærðfræði.“ Ef þú mættir taka íslensku þjóðina í eina kennslustund, hvað myndirðu kenna? „Ég myndi vilja kenna umburðarlyndi í garð fólks með ólíkar skoðanir. Mig myndi langa að kenna fólki með ólíkar skoðanir að hlusta, virða og reyna að skilja hvert annað þótt það sé ekki sammála og geti mögulega aldrei orðið það.“ Facebook eða Twitter? „Ég er meira á Facebook en er að læra á Twitter – svo kannski kemur hann sterkur inn á næst- unni.“

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.