Félagsbréf - 01.06.1961, Qupperneq 26

Félagsbréf - 01.06.1961, Qupperneq 26
24 FÉLAGSBRÉF Melville sjálfur var að fást við í hinu mikla verki sínu. Komið hefur fram sú skýring á sögu Nathaniels Hawthornes Greftrun Roger Malvins, að Reuben Bourne sé þar að „ganga af táknrænni sjálfsmynd sinni dauðriN og virðist þetta einnig geta fengið staðizt sem skýring með nútíðar orð'i- lagi á sögu, sem er sálfræðileg í eðli sínu, enda liggur það í augum uppi, að höfundurinn hefur verið sér þess fyllilega meðvitandi. Sú gagnrýni, sem byggir á kenningum Freuds, hefur verið mikils verð í sambandi við að beina athygli manna að og útðkýra fyrir þeim þau frumtákn, sem fyrir koma í bókmenntum okkar, og enda þótt sjálf skáldin og rithöf- undarnir virðist stundum nota þessi frumtákn óafvitandi og þau séu kannski ekki fyllilega skilin af lesandanum, þá mynda þau eigi að síður mikilvægan hluta þeirrar menningar, sem við höfum fengið að erfðum, og leggja þannig sinn skerf til gildis sumra merkilegra bókmenntaverka. Að þessu leyti hefur gagnrýni byggð á sálfræðilegum kenningum Freuds reynzt gagnleg. En ekki má missa sjónar af þeirri staðreynd, að slíkar athuganir og bolla- leggingar eru aðeins hliðstæður eða jafnvel viðbótaratriði, sem ekki skipta höfuðmáli. Manni verður á að spyrja, hvers vegna lesandinn þurfi að vita um sálarkvalir höfundarins til jtess að geta notið og jafnvel til J)ess að geta „skilið“ verk hans. Slíkar upplýsingar eru oft á tíðum hrein auka- atriði og kjarna málsins óviðkomandi ■— jafn óviðkomandi og viðleitni eldri gagnrýnenda (sem nýgagnrýnendurnir fyrirlíta) lil þess að „útskýra“ listaverk á grundvelli samanburðar við frumheimildir, ef þær ])á eru fyrir hendi, eða með því að bera verkið saman við þann efnivið, sem höfund- urinn hefur leitað til og stuðzt við. Hver veit, hvort móðir Hómers hefur afneitað honum? Og hver hefur áhyggjur af því, hvort Shakespeare hafi leitazt eftir félagsskaj) ungra pilla? Getur það verið, að þær upplýsingar, sem nýlega hafa verið birtar um kynvillu skáldsins, sem orti ljóðið A Shrop- shire Lad, breyti nokkru um listrænt gildi þeirra ljóða, sem við höfum notið í sakleysi okkar undanfarin sextíu ár? Er væntanlegur kaupandi að perlu nauðbeygður til þess að huga að uppruna hennar í patólógisku ástandi ostrunnar? Það er að sjálfsögðu mjög fróðlegt — jafnvel hríf- andi — að þekkja sögu snilldarverksins niður í kjölinn, en það er ekki nauðsynlegt, fremur en vel nærðum manni er nauðsynlegt að vera ser- fræðingur í efnagreiningu meltingarfæranna. Hvers konar sálfræðilegar skýringar á listaverkum, hverju nafni sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.