Félagsbréf - 01.12.1961, Page 5
DESEMBERBÓK AB 1961
HANNES
HAFSTEIN
ÆVISAGA — FVBEA BINDI
EFTIR KRISTJÁN AEBERTSSON
Hannes Hafstein var, eins og kunnugt er, einn hinna fjölhæfustu hæfileika-
manna, sem Island hefur alið. Hann var í flokki höfuðskálda samtíðar
sinnar og einhver áhrifamesti forvígismaður í sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar, annar en Jón Sigurðsson.
Rækileg ævisaga hans hefur þó ekki verið rituð fyrr en nú. Margt
hefur verið ókunnugt um ævi hans og störf í þágu þjóðarinnar, í öðru
hefur gætt rangfærslna og misskilnings.
Bók Kristjáns Albertssonar fjallar um foreldra Hannesar Hafsteins,
bersku lians og skólaár, skáldskap hans, embættisár í Reykjavík og á
ísafirði og stjórnmálaferil hans til ársins 1904, en við það ár lýkur
þessu bindi. Rækileg grein er gerð fyrir stjórnmálum þessara tíma, en
það hefur aldrei áður verið gert.
Bókin er prýdd mörgum myndum, m. a. litprentun af málverki eftir
Hannes Hafstein.
360 bls. — Verð til félagsmanna kr. 170.00 ób., kr. 195.00 íb.