Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 19
FÉLAGSBRÉF
17
o.f., sem Þórhallur biskup Bjarnar-
son skráði, ýmist eftir minni eða
frásögn annarra, svo sem Páls Mel-
steðs o.fl. Birtist mikið af þessum
sögum undir heitinu Rökkursögur í
Nýju kirkjublaði, sem Þórhallur
biskup gaf út. Gjafabókina fá allir
þeir félagsmenn, sem keypt hafa í
desember hjá félaginu sex bækur
eða meira á þessu ári. Teljast auka-
bækur þar með jafnt sem mánaðar-
bækur og einnig eldri útgáfubækur
félagsins.
Þá koma út sem aukabækur hjá
Almenna bókafélaginu Skáldverk
Gunnars Gunnarssonar, II og III
bindi. Upphaflega var gert ráð fyr-
ir, að IV bindið kæmi einnig út á
þessu ári, en af því gat ekki orðið
vegna rangrar pappírssendingar frá
fvrirtæki erlendis, sem tafið hefur
verkið marga mánuði.
I II bindi Skáldverka eru sögurn-
ar Vargur í véum, Drengurinn og
Sœlir eru einfaldir, en III bindið er
fyrri hluti hins mikla ritverks
Fjallki.rkjunnar — eins af rismestu
verkum síðari tíma á Norðurlöndum.
Eru í því sögurnar Leikur aS strá-
um, Skip heiðríkjunnar og Nótt og
draumur, en Óreyndur fer'Salangur
og Ilugleikur bíða IV bindis.
★
Skáldverk
Gunnars Gunnarssonar.
Árið 1962 er áætlað að komi út
fjögur til fimm bindi af Skáldverk-
um Gunnars Gunnarssonar, en með
8. bindi verður ritsafninu lokið.
Rússland.
Áætlun hefur verið gerð um út-
gáfu mánaðarbóka fyrri hluta árs-
ins. Engin bók kemur út í janúar,
en febrúarbókin verður 2. bókin í
flokknum Lönd og þjóðir, Rússland
eftir rithöfundinn Charles W. They-
er, en þýðendur eru Gunnar Ragnars-
son og Thorolf Smith. Er þessi bók
hliðstæð Frakklandi að því er tekur
til texta, en myndirnar eru öllu
fleiri.
Þjóðsögur Torhildar Hólm.
Marzbókin verður e.t.v. þjóðsöður
Torfhildar Hólm. Er þetta hið gagn-
merkasta þjóðsagnasafn, sem Torf-
hildur Hólm safnaði einkum vestan-
hafs nokkru fyrir aldamót, eftir
rosknu fólki, sem flutzt hafði af Is-
landi. Auk þess allmargar sögur, þar
sem hún nafngreinir ekki heimildar-
menn. Eru þetta sögur af öllu land-
inu, fyrirburðir, draumar, álfasögur,
ævintýri o.fl. Dr. Finnur Sigmunds-
son landsbókavörður sér um útgáf-
una.