Félagsbréf - 01.12.1961, Page 30

Félagsbréf - 01.12.1961, Page 30
28 FÉLAGSBRÉF og herferðir, og er frekar, að það bjóði heim árásum en sé uppspretta þeirra. Andstæða tómstunda eru skyldustarfsstundir. Hvarvetna í tilverunni eru andstæður að verki, flóð og fjara, kuldi og hiti, myrkur og ljós, vetur og sumar, nólt og dagur, andlát og fæðing, dauði og líf, hnignun og vöxtur, flótti og sókn. Það er vert að athuga andstæðu iðjuleysisins, vinnuna til að glöggva sig á iðjuleysinu. Menn verða að vinna til að lifa. Menn hljóta að vinna sér til lífsviðurværis. Þrátt fyrir vaxandi tómstundir, verða kjör jarð- ar hörð eftir sem áður vissum hluta samfélagsins og munu alltaf heimta erfiði, strit og svita margra manna. Vinnan verður sú andstæða, sú raun, sem þjálfar, agar, herðir og stælir þá menn, svo að þeir finni „sjálfs sín kraft til að standa í mót.“ Hún kemur þeim til þroska og verður prófsteinn á manngildi þeirra. Hún gefur mönnum tækifæri til fullnægingar metn- aði sínum og til baráttu og sigurs á friðsamlegan hátt. Hún veitir stund- um tækifæri til ræktunar á meðfæddum hæfileikum, til sköpunar. Vinnan varnar leiðindum, „drepur“ tíma. Hún skapar tómstundaarð, gerir tóm- stundir eftirsóknarverðar, gefur þeim gildi og er þeim til mótvægis. Vinnan veitir lífi margra manna nauðsynlega skipan, raðar lífsstundunum og verk- ar þannig gegn splundrandi upplausnaröflum. Hún beinir lífinu í fastan farveg og setur því mótun og stefnu. En þvi verður ekki neitað, að vinna margra hefur verið helsi. Hún hef- ur verið mörgum ánauð, ófrelsi, þrælkun, kúgun, kross og kvöl. Vinna þrælsins var hið illa hlutskipti hans, ólán og böl. I sköpunarsögu Gamla testamentisins er litið á vinnuna sem refsing. Sögnin að vinna merkir á gotnesku að þjást. Vinna margra þeirra, sem ekki hafa hlotið þrælshlut- skiptið, hefur verið sljóvgandi og kyrkt vöxt þeirra, stöðvað þroska þeirra. Hún hefur rænt kröftum margra manna frá köllun þeirra, dreift orku þeirra frá skapandi og þroskandi viðfangsefnum. Hún hefur orðið harmleikur margra efnismanna. Hún hefur ekki göfgað alla né aukið skilning og um- burðarlyndi þeirra. Hinir mjög svo vinnandi Puritanar reyndust ofstækis- fullir ofsóknarmenn gagnvart andstæðingum sínum í skoðunum og ekki virðist vinnan hafa siðbætt vinnumestu þjóðir heims á síðustu áratugum og síðustu árum. Á síðari tímum hefur vinnan verið lofsömuð, jafnvel dýrkuð. Vinnu- guðspjallið virðist nokkuð nýtt í sögunni, líklega orðið til um siðabót og Kalvin helzti höfundur þess. Það hefur orðið geysiáhrifamikið, stiiðlað að aukinni þekkingu, velmegun, tæknilegum framförum, framgangi vísinda

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.