Félagsbréf - 01.12.1961, Side 32

Félagsbréf - 01.12.1961, Side 32
30 FÉLAGSBRÉF styrjöld. Dómsdagshugmyndin hefur fylgt manninum í þúsundir ára, en nú hefur sú hugmynd breytzt í raunverulegan möguleika. — Hin stóra sprenging, sjálfsmorð mannkynsins, Ragnarök, er nálægur, yfirvofandi möguleiki. Stríðsvandamálið virðist vera snúið úr mörgum þáttum. Það virðist vera undið úr manneðlinu sjálfu, kvíða- og þenslutilfinningum þess, árásarhvötum og óskynsemi þess. Aðrir þættir stríðsvandamálsins eru fólks- fjölgunarsprengingin, ýmiss konar stefnur, þjóðernisstefnur, landvinninga- legar og verzlunarlegar heimsveldisstefnur og ofstækislegar hugsjónastefn- ur, enn fremur misskipting náttúrugæða, auðlinda og þekkingar, fátækt, skortur og hungur meiri hluta mannkyns og loks slys. Saga Svía og Sviss- lendinga virðist benda í þá átt, að stríð sé ekki nauðsynlega óvið- ráðanlegur, óhjákvæmilegur þáttur í mannlífinu eins og stormar í veðrinu eða gos úr eldfjöllum. Til úrbóta beinist athygli manna nú ýmist að heimsþingi, heimslögreglu, heimsstjórn, bandaríkjum heims, eða að uppeldi til heimsborgaraviðhorfs, ræktun heimshollustu frekar en þjóðhollustu eða að vísindalegum rannsóknum í sálfræði og þó einkum félagsfræði eða jafn- vel að uppgötvunum á ódýrum getnaðarvarnarlyfjum til inntöku. Gyðingurinn Spinoza er sagður hafa þanið mannlega hugsun út á yztu mörk. Hann lýkur siðfræði sinni á þessari setningu: „Allir ágætir hlutir eru jafnerfiðir og þeir eru sjaldgæfir.“ 1 seinni tíð hafa menn meira notað vísindaaðferð en hugsunaraðferð í sókn sinni eftir þekkingu. Menn hafa stuðzt öllu meira við tilraunir, athuganir og rannsóknir en íhugun, hugsun og rök í leit sinni að sannindum. Menn hafa verið raunhyggjumenn frekar en rökhyggjumenn. Vísindaaðferðin hefur reynzt ákaflega áhrifamikil og árangursrík á sínu sviði og að vissu marki. Hins vegar eru vísindi enn skammt á veg komin í því, sem ef til vill er mikilvægara, könnun mann- eðlisins sjálfs, sálfræði og félagsfræði. Vísindin hafa ekki getað fengizt við hinn óskynsamlega, skynsemislausa, óræða þátt í manneðlinu, svo að gagni hafi komið. Nú er svo komið, að mannkynið ræður yfir mergð staðreynda, morði staðreynda, en dómgreind þess er áfátt. Það vex að þekkingu en ekki að vizku. Vald vísindanna er orðið geigvænlegt, en mannleg hugsun er hlutfallslega máttvana. Maðurinn er í senn ofviti og óviti. Máttur hans er óhemjulegur og óskoraður, tilfinningar hans óbeizlaðar og hömlulausar. Misræmi milli þekkingar hans og þroska er vandamál okkar aldar. Vona verður, að stórauknar tómstundir veiti mönnum, þrátt fyrir vaxandi önn lærdómsmanna, á einhvern hátt nóga orku, næði og tóm til „ágætustu

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.