Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 39
í Ásbyrgi
í sólskini ókum við sandinn frá Jökulsárbrú
og sveigðum í átt til þín, „perlan við straumanna festi".
'Mig heillaði birkið og tjörnin og þögnin og þú
og þrítugt bjargið, sem skýldi svo vel sínum gesti.
Við lœddumst um grundina létt, eins og saklaus börn,
um laufþakið sindruðu geislar við bergsins rœtur,
og skínandi fögur var döggin við dimmgrœna tjörn.
1 djörfum leik var tjaldað til einnar nœtur.
Svo fjarri var okkur það friðleysi, amstur og sorg,
sem fylgja mun sífellt götunum asfalthörðu.
Enn ber ég í minni þitt blómskrúð um strœti og torg
— og blágresisaugun, sem út úr kjarrinu störðu.
Tíminn og við
Með tvennu móti er tíminn:
þá og nú.
Og tvisvar verður engum lífið gefið.
En dauðinn syngur sama, gamla stefið:
I svala moldu hverfur þú.
Svo minntust þau og mœltu ofurlágt:
Við megum ekki glata þessu lífi
né tœrast upp, því tíminn þyrmir engu.
Eitt bros, eitt tár. Svo tóku hönd í hönd
þau tvö, sem hljóð og ein til sœngur gengu.