Félagsbréf - 01.12.1961, Síða 43

Félagsbréf - 01.12.1961, Síða 43
FÉLAGSBRÉF 37 síðan gekk hann á njósn um hið öldótta í'rjósama land. Voru þar skógar miklir og hjarðir stórar. Ut við sjónrönd hak við múla nokkurn skaut upp höfði gríðarstóru, síðan herðum líkum lábörðum kletti, þá hrjósti loðnu eins og kjarri vöxnum gilhvammi. Á samri stund greip afarslór loppa um Telemakkus, og hann sá auga grúfast yfir sig á stærð við buklara. — Þér eruð þá ekki lengur blindur? spurði hann risann. — Pósídon faðir minn hefur læknað mig, svaraði Pólífemus. Það var lítill maður af þinni tegund, sem svipti mig dagsljósinu, og þess vegna ætla ég að éta þig. — Þar gerðuð þér ljóta skyssu, sagði Telemakkus, því ef þér létuð mig lifa gæti ég sagt yður fallegar sögur. — Lát heyra, sagði Pólýfemus. Telemakkus hóf sögu Trójustríðs og gekk svo til nætur. — Mál er að sofa, sagði Kýklópurinn. En ekki ét ég þig í kvöld, því ég vil heyra framhaldið. Á hverju kvöldi sagði Kýklópurinn það sama og þannig liðu þrjú ár. Fyrsta árið sagði Telemakkus frá umsátrinu um borg Príamusar. Annað árið frá heimför Menelásar og Agamemnons. Þriðja árið frá lieimför Odysseifs, ævintýrum hans og furðulegum brögð- um. — Hó, sagði Pólýfemus, þú ert firna djarfur að lýsa þannig fyrir mér litla manninum, sem olli mér hinu mikla höli. — En, sagði Telemakkus, því hetur sem ég lýsi fyrir yður atgervi þessa litla manns, því minni sneypa að hafa látið hlut sinn fyrir honum. — Trúlegt er það, sagði risinn, og því fyrirgef ég þér. Ég mundi þó vafalaust tala öðruvisi, ef einn af guðunum hefði ekki gefið mér sjónina. En hið liðna böl er ekki nema draumur einn. Við lok þriðja ársins tók Telemakkus að hugsa sitt ráð: hann mundi ekki eftir fleira að segja risanum. Þá byrjaði hann aftur á sömu sögunum. Pólýfemusi þótti jafngaman sem fyrr, og gekk svo næstu þrjú ár í röð. En Telemakkus hafði ekki geð til að segja í þriðja sinn frá umsátri Illionsborgar og heimför kappanna. Hann játaði þetta fyrir Pólýfemusi og bætti við:

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.