Félagsbréf - 01.12.1961, Qupperneq 44

Félagsbréf - 01.12.1961, Qupperneq 44
38 FÉLAGSBRÉF — Ég vil heldur aS þér étið mig. En eitt mun ég harma við dauða minn, og það er að hafa ekki litið hina fögru Násíku. Hann sagði af létta frá ást sinni og hugarangri og allt í einu sá hann í auga Kýklópsins tár á stærð við graskershöfuð. — Far, sagði risinn, far að leita þeirrar sem þú elskar. En vegna hvers færðir þú þetta ekki fyrr í tal? — Ég sé reyndar, hugsaði Telemakkus, að ég hefði betur getið þess í upphafi. Sex árum hef ég glatað vegna glópsku minnar. En satt er það, að blygðunarsemi hefur aftrað mér frá að birta leyndardóm minn fyrr. Ég hefði aldrei leyst frá skjóðunni, ef ég hefði ekki haldið að ég ætti að deyja. Plann smíðaði sér bát, því að skipið, sem hann hafði skilið eftir í vík- inni var horfiö fyrir löngu. Síðan hélt hann að nýju út á hið djúpa haf. Annaö fárviðri rak hann til eyjar Kirku. í jaðri mikils skógar sá hann hvar kona sat í rólu úr vafningsjurtum, blómsveigum og fléttum og vaggaði sér værSarlega. Hún bar höfuSbúnað settan rúbínum, augabrúnir hennar voru mjóar og mættust yfir augunum, varir hennar voru rauðari en nýveitt und; brjóst hennar og armar voru gul eins og saffranjurt; var hún í gagnsæjum kjól með jasintulit, skreyttum demantsblómum, og hrosti undir rauðjörpum haddinum sem féll um hana alla. Töfrasprotinn hékk við belti hennar eins og sverð. Hetjan unga leitaði undir skikkju sinni að grasinu Mólý, jurtinni svörtu og hvítu, sem faðir lians hafði gefið honum að skilnaði. Hann fann að hún var þar ekki lengur. — Ég er glataður, huðsaÖi hann, hún mun snerta mig sprotanum og ég fæ á mig gervi svína þeirra, er á akarni alast. En Kirka talaði til hans blíðri röddu: — Komdu með mér, ungi útlendingur. Hann slóst í för með henni og brátt komu þau til hallar liennar, sem var hundraö sinnum fallegri en höll Odysseifs. — Alla leiðina gegnum skóginn og dalverpið komu svín og úlfar snuðr- andi í spor hinnar fjölkunnugu gyðju; það voru menn sem forðum höfðu oröiö skipreika við eyna, og þó að hún hefði í höndum langa járnstöng
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.