Félagsbréf - 01.12.1961, Page 45

Félagsbréf - 01.12.1961, Page 45
FÉLAGSBKÉF 39 og legði til þeirra grimmdarlega reyndu þeir þó að sleikja nakta fœtur hennar. í þrjú ár dvaldi Telemakkus hjá gyðjunni. En dag einn fann hann til blygðunar og óendanlegrar þreytu. Honum varð ljóst að hann hafði ekki hætt að elska dóttur Alkinóusar, meyjuna bláeygu og saklausu, sem hann hafði aldrei séð. En hann hugsaði: — Ef ég vil fara, verður gyðjan gröm og breytir mér í eitthvert kvikindi, og ég mun eigi að heldur sjá Násíku. — En Kirka var einnig orðin þreytt á lagsmanni sínum. Hún tók að liata hann, af því hún hafði elskað hann. Og þess vegna reis hún nótt eina úr purpurarekkju sinni, tók sprotann og greiddi honum högg á hjartastað. En Telemakkus varðveitti vöxt sinn og svip. Það var vegna þess að ein- mitt í þeirri andrá var hann að hugsa um Násíku og hjarta hans var fullt af ást. Telemakkus fann aftur bát sinn og ýtti úr vör; og í þriðja sinn fékk hann veður mikil og hrakti nú til eyjar Lótófaga. Það voru menn fágaðir, fullir andagiftar, góðlyndir mjög og jafngeðja. Konungur þeirra bauð Telemakkusi að bergja á lótusjurtinni. — Hennar vil ég ekki neyta, anzaði hin unga hetja; því hún er blóm gleymskunnar, og ég vil muna. — Það er þó mikil blessun að gleyma, mælti konungur. Sökum þessa hlóms, sem er okkar eina fæða, vitum við ekki af þjáningum, söknuði, þrá og öllum þeim ástríðum sem hrjá dauðlega og óhamingjusama menn. En annars þröngvum við engum til að smakka hið himneska blóm. Telemakkus lifði nokkrar vikur á vistum sem honum hafði tekizt að bjarga úr skipreikanum; síðan varð hann að gera sér að góðu fisk og skeldýr, þar sem engir ávextir eða dýr góð til átu voru á eynni. — Er það svo, sagði hann dag einn við konunginn, að lótusblómið láti menn gleyma jafnvel því, sem þeir þrá, og því, sem þá þjáir mest? — Vissulega, sagði konungurinn. — Ó, sagði Telemakkus, það mun ekki fá mig til að gleyma hinni fögru Násíku. í

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.