Félagsbréf - 01.12.1961, Qupperneq 46

Félagsbréf - 01.12.1961, Qupperneq 46
40 FÉLAGSBRÉF — Við sjáum nú til. — Ef ég reyni, er það einungis vegna þess að ég er viss um, að lótus- inn megnar ekki það, sem töfrabrögð dísar einnar fengu ekki til leiðar komið. Hann neytti blómsins og sofnaði. Og ekki er því að leyna, að hann tók að lifa að hætti hinna mjúklyndu Lótófaga; naut líðandi stundar án þess að bera áhyggju fyrir nokkrum hlut. Aðeins einstöku sinnum fann hann í hjarta sér eins og aðkenningu af löngu grónu sári, án þess þó að átta sig á hvað slíku olli. Þegar hann kom til sjálfs sín aftur hafði hann enn ekki gleymt dóttur Alginóusar; en tuttugu ár höfðu liðið án þess hann gæfi því gaum; svona langan tíma hafði ást hans þurft lil að sigrast á áhrifum óminnisblómsins. • — Það eru tuttugu beztu árin úr lífi yðar, sagði konungur. Ekki var Telemakkus trúaður á það. Hann kvaddi gestgjafa sinn með virkt. ... Ég mun ekki segja hin ævintýrin, sem hann rataði í, ýmist af nauðsyn eða forvitni á að sjá nýja hluti; bæði á eyju Sírena, eyju Helíosar og eyju Lestrýgóna, né hvernig ást hans reyndist nógu sterk til að hrífa hann úr hverjum háska og reka hann sí og æ af stað að nýju. Síðasta fárviðrið rak hann upp í árós á hinni þráðu eyju, ríki Feaka. Hann tók land nálægt skógi einum. Hann safnaði saman laufum og þar sem liann var nakinn faldi hann sig í bingnum. Síðan sofnaði hann.... Skyndilega vaknaði hann við vatnsnið. Telemakkus opnaði augun og sá þjónustumeyjar, sem þógu lín að skipan konu einnar roskinnar og ríkmannlega klæddrar. Hann reis á fætur, og er hann hafði hulið skapnað sinn með vellaufgaðri grein gekk hann til konu þessarar. Hún var digur um mittið og þyngslaleg og gráir lokkar hrundu lausir undan hárbandinu. Vel mátti sjá, að hún hafði eitt sinn verið fögur, en af var nú sú tíð. Telemakkus beiddist gistivináttu hennar. Hún tók máli hans alúðlega og lét þernur sínar fá honum klæði. — Og nú, kæri gestur, skal ég leiða yður til salarkynna konungs. — Þér munuð þá vera drottningin, s|)urði Telemakkus. — Rétt er til getið, ó útlendingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.