Félagsbréf - 01.12.1961, Side 50

Félagsbréf - 01.12.1961, Side 50
44 FÉLAGSBRÉF greinda yfirlýsing Drajiníns varð tilefni þess, að Gous, einn af starfsbræðr- um hans, skrifaði um hann heiftúðuga skammargrein. Ljósbrotið í öldunum. En þrátt fyrir stöðugar formælingar eða kannski einmitt vegna þeirra, á sú nýja stefna, sem andstæðingar sósíalrealismans boða, vaxandi fylgi að fagna. Einn af gáfuðustu boðberum hennar, Kazakoff, hefur nýlega gefið út safn smásagna, þar sem áhrifa Tshékoffs gætir mjög greinilega. Við lestur þessara sagna verða menn fljótt þess áskynja, að höfundur hefur ásett sér að forðast stjórnmálalegan boðskap og áróður. Hann lýsir einveru, náttúru, ást og dauða. Yrkisefnj hans eru því gamalkunn og sígild. í einni smásögu hans, Sjávarströndinni, er söguhetjan níræð kona, sem situr á ströndinni og horfir tímunum saman á ljósbrotið í öldunum eða með öðrum orðum unz síðasti sólargeislinn er slokknaður. Hún horfir, hana dreymir, hún íhugar og bíður. Eftir hverju bíður hún? Enginn veit það. Fjær einhliða athafnalífslýsingum og oftrú sósíalrealista á .,nýja manninn“ verður varla komizt. I yfirlætislausum stíl, sem er laus við alla ósanna tilfinningasemi, lýsir Kazakoff hamingjuþrá mannsins án þess þó að íþyngja frásögu sína hvimleiðum siðalærdómi. Hann lýsir ást á lífinu og undrun gagnvart tilverunni. Sér til mikillar ánægju þykj- ast rússneskir æskumenn geta þekkt sjálfa sig í þessum lýsingum. „Lífið er dásamlegt, eins og það hefur alltaf verið og eins og það verður alltaf,“ segir ein af söguhetjum hans. Himinroðinn verður alltaf jafntöfrandi bæði við sólarlag og sólarupprás, blómin blómgast og grasið sprettur og nýir menn leita aftur á slóðir liðinnar hamingju.“ Zís-ísskápar og sveitasetur. Vitnar þetta allt saman um óhlutlægan „húmanisma“ eins og Gous fullyrðir, um leið og hann ryður úr sér tilvitnunum úr verkum Marx og Engels? Væri ekki sönnu nær að segja, að raunsæjar sálarlífslýsingar ein- kenni rit Kazakoffs öðru fremur. Sovézkir lesendur fylgjast nú af vaxandi áhuga með þessum lýrisku og einlægu húmanistum — höfundum eins og t.d. gömlu skáldkonunni Olgu Bergholz, sem hefur nú loksins fengið uppreisn æru sinnar, og þeim Viktori Nekrassoff, Súlúkhín, Veru Panova, Kúsnetsoff og Baklonoff, svo að nokkrir séu nefndir. Sálarlífslýsingar eru ekki lengur fordæmdar og rithöfundar draga dár að

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.