Félagsbréf - 01.12.1961, Síða 54

Félagsbréf - 01.12.1961, Síða 54
48 FÉLAGSBRÉF Einkum þykir hann gera baráttu mannsins við náttúruöflin listræn skil. Kalatozoff er alveg óhræddur, enda þótt hann komist <að niðurstöðu, sem hrýtur í bága við ríkjandi heimsskoðun stjórnarinnar. „En hvað maðurinn er lítill og vanmegnugur andspænis hinum ógnþrungna og eilífa mætti nátt- úrunnar,“ skrifar Kalatozoff í Bókmennta-gazettuna 17. september 1960. Uppgerðarbjartsýni og unaðslegum sveitalífslýsingum í skauti blíðrar nátt- úru er hér kastað fyrir borð. í myndinni verður sjálf sólin að helstjörnu. sem varpar skaðlegri birtu yfir Síberíubyggð að vetrarlagi. Þetta er sannar- lega stórkostleg mynd. Hún gerir rússneskum almenningi kleift að mynda sér aftur réttar hugmyndir um manninn og finna, hversu lítils mannlegir kraftar mega sín gagnvart náttúrunni eða alheiminum. (Þessi mynd minnir ef til vill þjóðfélagsfræðinga á ræktunartilraunir í Kazakstan, sem mis- tókust sökum þess, að það var ekki talið erfiðleikum bundið að temja náttúruöflin). Er leikhúsmenn varðar, þá hafa þeir átt við ramman reip að draga í þrjátíu ár. Frá því á dögum Stalíns hefur þeim verið fyrirskipað að semja uppbyggileg verk með farsælum endi. Leikrit, sem fara alltaf á þann veg, að góðu öflin eða réttara sagt einhver fulltrúi þeirra, sem er venjulegast ýmist ritari flokksins eða þá tryggur flokksfélagi, sigra hin illu öfl, þ.e.a.s. afturhald, smáborgara og njósnara. Leikskáldum er þannig afmarkaður svo þröngur bás, að þeim er eins og einn af formönnum rithöfundasam- bandsins komst að orði „nauðugur sá kosturinn að lýsa einstökum atburð- um, sem sóttir eru í dagblöðin.“ Sá mikli styr, sem staðið hefur um sósíalrealismann, var fyrst og fremst tilraun til að leyna hinum raunverulegu mótsögnum, sem ríkjandi eru í sovézku þjóðfélagi og draga upp glansmynd af þeim óskheimi, þar sem öll vandamál eru leyst fyrirhafnarlaust af dugandi leiðtogum og vel- viljuðum. , „Við vitum fjölmörg dæmi þess, að gagnrýnendur og stjórnarmeðlimir í menningarfélögum hafa beitt sér gegn því, að hlutverk skúrka og ann- arra níðinga í leikritum væru gerð of áberandi af ótta við, að menn drægju þá ályktun, að mikið væri um slíkan óþjóðalýð í landi voru“, skrifar Anastazieff í Bókmennta-gazettuna 22. febrúar 1960. Annars eru það helzt háttsettir ríkisstarfsmenn, sem eru hræddir um að verða afhjúp- aðir. Þeir eru alltaf við sama heygarðshornið. Þeir eru alls ekki þess fýsandi, að foringjadýrkun leggist niður og neita að taka undir orð fyrr-

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.