Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 11
ar viðtökur. —-
Eldri bœkur eru Áhugi á ýmsuin
enn vinsœlar. eldri útgáfubók-
um AB er enn
mikil, og nam sala þeirra á árinu u.þ.b.
1 miljón króna.
Fyrsta beildarsafn, sem AB ræðst í
að gefa út, er sem kunnugt er skáldverk
Gunnars Gunnarssonar. Utgáfu þeirra
mun ljúka á þessu hausti. Á sl. ári
komu út 4 bindi af þessu gagnmerka
og mikla ritsafni,
sem alls verður
átta bindi. í til-
efni þess, að út-
gáfu heildarsafns-
ins er nú senn
lokið, voru hin-
um mikilhæfa og
stórbrotna höf-
undi þess færðar
á aðalfundinum
alúðar þakkir fyrir allan stuðning hans
við Almenna bókafélagið bæði fyrr og
síðar. Gunnar Gunnarsson var, eins og
allir félagsmenn muna, fyrsti formað-
ur bókmenntaráðs AB og gegndi því
starfi um 5 ára skeið með elju og
einurð, sem ómetanleg reyndist.
Fyrir u.þ.b. 3 árum færði AB veru-
Sala BSE le°a út kvíarna;'
með kauiium á
nalega 7 millj. , , ,, ,
, ___ elztu bokaverzlun
kr. 1962. ...
landsins, noka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Bóka-
verzlunina hefur AB rekið síðan með
vaxandi blóma. Sala verzlunarinnar
nam á sl. ári nálega 7 milljónum
króna eða um 20% hærri upphæð en
árið áður. Var reksturinn jafnframt
hagkvæmari en fyrr og afkoman að
sama skapi betri.
Nokkrar breytingar standa fyrir
dyrum hjá AB í næstu framtíð. í
Austurstrœti 18„ þar sem bókaverzlun
félagsins er til húsa, er nú áformað
að byggja 3 hæðir ofan á þær þrjár,
sem fyrir eru. Standa vonir til, að
því verði lokið á næsta ári. Að því
búnu er ráðgert að flytja aðalaðsetur
bókafélagsins úr Tjarnargötu 16 í hin
nýju húsakynni. Mun öll aðstaða AB
batna að mun við þessa breytingu.
Stj'órn AB og 1 stÍórn AB f>'r'
bókmenntaráð. ir starfsárið 1963
•—64 voru kjörn-
ir: Bjarni Benediktsson, ráðherra, for-
maður, Alexander Jóhannesson, pró-
fessor, Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra,
Jóhann Hafstein, bankastjóri og Karl
Kristjánsson, alþingismaður, en til
vara: Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri
og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. —
Bókmenntarád skipa: Tómas Guð-
mundsson, skáld, formaður, Birgir
Kjaran, forstjóri, Davíð Stefánsson,
skáld, Guðmundur G. Hagalín, rithöf-
undur, Höskuldur Ólafsson, banka-
stjóri, Jóhannes Nordal, bankastjóri,
Kristján Albertsson, rithöfundur, Matt-
hías Johannessen, ritstjóri, og Þórar-
inn Björnsson, skólameistari.
I stjórn StuSla hf. voru kjörnir:
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, for-
maður, Halldór Gröndal, framkvæmda-
stjóri, Kristján Gestsson, stórkaupmað-
ur, Loftur Bjarnason, útgerðarmaður.
og Magnús Víglundsson, forstjóri. —
Framkvæmdastjóri Stuðla hf. er Eyjólf-
ur K. Jónsson, hæstaréttarlögmaður.
FÉLAGSBRÉF 7