Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 31

Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 31
ir lofaS sér að sitja hjá þér á píanó- bekknum,“ sagði Sybil. „Sagði Sharon Lipschutz það?“ Sybil kinkaði ákaft kolli. Hann sleppti öklum hennar, dró að sér hendurnar og lagði vangann á hægri framhandlegg. „Já, Sybil,“ sagði hann, „þú veizt, hvernig þetta vill fara stundum. Ég sat þarna og var að spila. Og þú varst hvergi sjáanleg. Og svo kom Sharon Lipschutz aðvífandi og settist við hliðina á mér. Ekki gat ég hrint henni útaf, eða hvað?“ „Jú,“ „Hamingjan nei. Það gat ég ekki,“ sagði ungi maðurinn. „En ég get sagt þér, hvað ég gerði, allt um það.“ „Hvað?“ „Ég lét sem hún væri þú.“ Nú laut Sybil áfram og fór að grafa í sandinn. „Við skulum fara út í,“ sagði hún. „Þá það,“ sagði ungi maðurinn. „Ég á að geta komið því við.“ „Næst áttu að hrinda henni útaf.“ „Hrinda hverri útaf?“ „Sharon Lipschutz.“ „Já, Sharon Lipschutz,“ sagði ungi maðurinn. „En hvað þessu nafni skýt- ur oft upp í samtali. Blandar minni og fýsn.“ Hann stóð skyndilega upp. Hann horfði út á sjóinn. „Sybil,“ sagði hann, „nú skal ég segja þér, hvað við gerum. Við sjáum til, hvort við getum ekki veitt neinn bananaiisk.“ „Neinn hvað?“ „Bananafisk,“ sagði liann og losaði beltið á sloppnum sínum. Hann fór úr sloppnum. Axlir hans vóru hvítar og mjóar og sundbuxur hans fagurbláar. Hann braut saman sloj)])inn fyrst langsum, síðan tvisvar þversum. Hann greiddi úr þurrkunni, sem hann hafði notað yfir augun, breiddi úr henni á sandinn og lagði samanvafinn slopp- inn ofan á hana. Hann laut enn áfram, tck upp flekann og skorðaði hann vendilega undir hægri arm sinn. Loks tók hann vinstri hendi í höndina á Sybil. Síðan gengu þau tvímenningarnir áleiðis til sjávar. „Ég býst við, að þú hafir séð æði- marga bananafiska um ævina,“ sagði ungi maðurinn. Sybil hristi höfuðið. „Ekki? Hvar áttu eiginlega heima?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Sybil. „Vitaskuld veiztu það. Þú hlýtur að vita það. Sharon Lipschutz veit hvar liún á heima, og hún er ekki nema þriggja og hálfs.“ Sybil nam staðar og kippti að sér hendinni. Hún tók upp venjulega kú- skel og skoðaði hana með fágætri at- hygli. Hún kastaði henni frá sér. „Whirly Wood, Connecticut,“ sagði hún og hóf göngu sína á ný með mag- ann fram. „Whirly Wood, Connecticut,“ sagði ungi maðurinn. „Getur verið að það sé einhvers staðar nálægt Whirly Wood, Connecticut?“ Sybil horfði á hann: „Það er þar, sem ég á heima,“ sagði lnin óþolinmóð. „Ég á heima í Whirly Wood, Conn- ecticut.“ Hún hljóp nokkur skref á undan honum, greip vinstri fót sinn í vinstri hendi og hoppaði tvisvar, þrisvar. „Þú getur ekki rennt grun í, hvað FÉLAGSBRÉF 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.