Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 20
málið Iosni úr reipum fyrir þörf skálds- ins að leggja út af yrkisefnum sínum. Viðfangsefni hans rúmast ekki lengur í hlutlægri tjáningu yrkisefnisins: hon- um auðnast ekki að fá hverfleikavitund- inni jafngildan stað í ljóðinu og skynj- un hins lifandi lífs. Og að sinni eru honum ekki önnur ráð tiltæk til að leysa þennan vanda en tala um tilfinn- ingar sínar, og þá er sannleiksgildi ljóðsins hætt. I athyglisverðri grein um fyrri bæk- ur Hannesar tvær ræðir Kristján Karls- son um hæfileika hans til að „hugsa í myndskynjunum11 og bendir á að hann eigi til „barokkt hugmyndaflug, djarfar, langsóttar en rökréttar, út- færðar myndir, sem nálgast hið fárán lega“. Að skilningi Kristjáns er höfuð- einkenni á skáldskap Hannesar Péturs sonar, eða „hreyfingin“ á bak við hann, „ástríðulítil en tilfinningarík leit að jafnvægi.“* Hin hlutlæga myndskynjun Hannes- ar, sem vikið var að, nýtur sín vel í ýmsum kvæðum hans af sögulegu til- efni í Kvæðabók; frægsta dæmið er kannski í Grettisbúri með hinu ramma rími þar sem jafnvægisskyn hans hrós- ar fullum sigri, — svo fullkomnum að kvæðið kann að þykja fjarlægt, óvið- komandi. Þar er líka að finna dæmi hinnar „langsóttu en rökréttu“ mynd- og líkingasmíði sem í ýmsum mynd- um er höfuðprýði á stíl Hannesar í fyrri bókunum: hugséð og stundum fjarstæðukennd ályktun kvæðis er undirbúin, staðfest og sönnuð af hinu raunsæja, hlutbundna Ijóðmáli. Þess- * Grein Krlstjáns stendur í Nýju Helga- felli, 3—4, 1959. arar tegundar eru t. d. í Kvæðabók Kopernikus, Veginn Snorri (sem reynd- ar er spillt með hinni þráteknu neitun í öðru erindi) og Hallgrímur lýkur passíusálmum þar sem kaun skáldsins: opnast eins og bresti skurn utanaf hinum fullþroskaða blóma. Bezta dæmi þessa stílsháttar er þó úr í sumarlöndum, — og síðan virðist Hannes varla hafa borið hann við. Það er í kirkjugarði: Þeir sem heyra ekki, sjá eða finna til framar flykkjast hingað i röðum, gráir á vanga, húsin á eftir þeim stara dálitla stund, stillt breiða út vængina hliðin sem þeir ganga. Og allir leggja frá sér hin notuðu nöfn á nýlega spýtu eða stein. Og vinirnir koma og krjúpa í góðu veðri um helgar á hnjánum, hengja með varúð gegnum kumblanna þök sængurhimna vaxandi viðarróta; svo þeir sem annars einskis fá að njóta eiga þess kost um sumarlanga tíð við fuglasöng að seytla upp eftir trjánum. 1 þessum erindum virðist mér Hannes Pétursson njóta sumra beztu kosta sinna: heimamannlegs, kunnuglegs orð- færis, hversdagsbundinnar myndvísi sem reyndar verður aldrei hversdags- leg í niðrunarmerkingu orðsins („stillt breiða út vængina hliðin sem þeir ganga“) — og óvæntrar, rökvísrar hug- kvæmni sem skapar kvæðinu nýja vídd, fjarstæðufulla en „rétta“. Heild- armynd kvæðisins kann að orka meira tvímælis; ég veit ekki hvort fyrsta er- indið bætir það nokkru. Er kvæðið kannski allt eins og það stendur hér? 16 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.