Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 20
málið Iosni úr reipum fyrir þörf skálds-
ins að leggja út af yrkisefnum sínum.
Viðfangsefni hans rúmast ekki lengur
í hlutlægri tjáningu yrkisefnisins: hon-
um auðnast ekki að fá hverfleikavitund-
inni jafngildan stað í ljóðinu og skynj-
un hins lifandi lífs. Og að sinni eru
honum ekki önnur ráð tiltæk til að
leysa þennan vanda en tala um tilfinn-
ingar sínar, og þá er sannleiksgildi
ljóðsins hætt.
I athyglisverðri grein um fyrri bæk-
ur Hannesar tvær ræðir Kristján Karls-
son um hæfileika hans til að „hugsa
í myndskynjunum11 og bendir á að
hann eigi til „barokkt hugmyndaflug,
djarfar, langsóttar en rökréttar, út-
færðar myndir, sem nálgast hið fárán
lega“. Að skilningi Kristjáns er höfuð-
einkenni á skáldskap Hannesar Péturs
sonar, eða „hreyfingin“ á bak við hann,
„ástríðulítil en tilfinningarík leit að
jafnvægi.“*
Hin hlutlæga myndskynjun Hannes-
ar, sem vikið var að, nýtur sín vel í
ýmsum kvæðum hans af sögulegu til-
efni í Kvæðabók; frægsta dæmið er
kannski í Grettisbúri með hinu ramma
rími þar sem jafnvægisskyn hans hrós-
ar fullum sigri, — svo fullkomnum að
kvæðið kann að þykja fjarlægt, óvið-
komandi. Þar er líka að finna dæmi
hinnar „langsóttu en rökréttu“ mynd-
og líkingasmíði sem í ýmsum mynd-
um er höfuðprýði á stíl Hannesar í
fyrri bókunum: hugséð og stundum
fjarstæðukennd ályktun kvæðis er
undirbúin, staðfest og sönnuð af hinu
raunsæja, hlutbundna Ijóðmáli. Þess-
* Grein Krlstjáns stendur í Nýju Helga-
felli, 3—4, 1959.
arar tegundar eru t. d. í Kvæðabók
Kopernikus, Veginn Snorri (sem reynd-
ar er spillt með hinni þráteknu neitun
í öðru erindi) og Hallgrímur lýkur
passíusálmum þar sem kaun skáldsins:
opnast eins og bresti skurn
utanaf hinum fullþroskaða blóma.
Bezta dæmi þessa stílsháttar er þó úr
í sumarlöndum, — og síðan virðist
Hannes varla hafa borið hann við. Það
er í kirkjugarði:
Þeir sem heyra ekki, sjá eða finna til framar
flykkjast hingað i röðum, gráir á vanga,
húsin á eftir þeim stara dálitla stund,
stillt breiða út vængina hliðin sem þeir
ganga.
Og allir leggja frá sér hin notuðu nöfn
á nýlega spýtu eða stein. Og vinirnir koma
og krjúpa í góðu veðri um helgar á hnjánum,
hengja með varúð gegnum kumblanna þök
sængurhimna vaxandi viðarróta;
svo þeir sem annars einskis fá að njóta
eiga þess kost um sumarlanga tíð
við fuglasöng að seytla upp eftir trjánum.
1 þessum erindum virðist mér Hannes
Pétursson njóta sumra beztu kosta
sinna: heimamannlegs, kunnuglegs orð-
færis, hversdagsbundinnar myndvísi
sem reyndar verður aldrei hversdags-
leg í niðrunarmerkingu orðsins („stillt
breiða út vængina hliðin sem þeir
ganga“) — og óvæntrar, rökvísrar hug-
kvæmni sem skapar kvæðinu nýja
vídd, fjarstæðufulla en „rétta“. Heild-
armynd kvæðisins kann að orka meira
tvímælis; ég veit ekki hvort fyrsta er-
indið bætir það nokkru. Er kvæðið
kannski allt eins og það stendur hér?
16 FÉLAGSBRÉF