Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 39
inga. I umræddri sögu er ekki eitt ein-
asta atriði frá mínu eigin persónulega
lífi og varla lield ég, að ólíkari menn
geti verið til en höfundur sögunnar
og aðalpersóna hennar. En sagan er
minningasaga á þann hátt, að hún
fjallar um tímabil, sem höfundurinn
og jafnaldrar hans lifðu. Saga milli-
stríðsáranna og til dagsins í dag er
mikil og merkileg saga á íslandi, en
hún er ekki alveg eins og við vildum
hafa hana og héldum, að hún yrði. —
Efni þeirrar sögu hafði lengi sótt á
mig. Síðan skrifaði ég sögu þessa tíma-
bils. Vitanlega ekki nema nokkra þætti
hennar og af þeim sjónarhól, sem við
stöndum á í dag. Þessvegna vísar hún
til nútíðar víða, þó að hún gerist í for-
tíð. — Við lifum á erfiðum tímum,
sagði skáldið. Þær hugsjónir, sem við
áttum og héldum fagrar, höfum við
ýmist svikið lítilmannlega eða þá að
þær hafa svikið okkur og verið blekk-
ing tóm. Ég rökstyð þetta ekki núna,
en tvær seinni bækur Vegarins að
brúnni gerast raunverulega í þeim
heimi, sem við lifum í í dag. Sagan
gerist á vettvangi félagslegra svika
pólitískra spekúlanta og auðvirðilegra
hégómamála almennings. Á þeim vett-
vangi verður ekki séð þjóðernisleg ein-
ing um nokkurt mál. Helzt sér and-
lega reisn almennings í gamalli, alþýð-
legri hjátrú og nýmóðins hindurvitn-
um.
Þú segir söguna sanna þjóölífsmynd,
en bæta litlu við það, sem áður var
vitað. Hver hefur látið þá vitneskju
uppi í skáldsögu, Jökull? En hvað um
það. Mistökin í sögunni eru Snorri
Pétursson. Öllu heldur, þau eru ólíkur
skilningur okkar á þeim pilti. Senni-
lega ætlast ég til of mikils af lesend-
um og treysti um of á einlægni þeirra
við sjálfa sig. Ég átti um óteljandi leið-
ir að velja þangað, sem ég vildi fara,
hugsandi margar lengi, en*fór þá, sem
sagan sýnir.
Ég er að skrifa þér bréf, en allt,
sem ég segi við þig og um þig, má
gjarnan vera til fleiri sagt. Það er eng-
in glansmynd gerð af Snorra Péturssyni
í sögunni. Svo óþyrmilega er fariö
með hann, að nakinn stendur hann
eftir. Mér hefur tekizt að láta þig mis-
skilja hann, vegna þessarar ómjúklegu
meðferðar. Dæmi um það: Þér finnst
maðurinn leiðinlegur, en mig grunar,
að þér detti ekki í hug að sjá sjálfan
þig í honum. Hann er smámunasamur,
satt er það, nízkur, öfundsjúkur, hé-
gómlegur, ímyndunargjarn, sjálfselsk-
ur og berst við margskonar veikleika.
Sértu hreinskilinn við sjálfan þig, verð-
ur þú var sömu eiginleika hjá þér. Þú
berð það niður og lætur það ekki vitn-
ast. Hann er gegnumlýstur.
Það ergir þig, að í það er látið skína,
að Snorri sé laglegur og hve mikla
kvenhylli hann hefur. Þetta læt ég þig
ekki misskilja, þú gerir það ótilkvadd-
ur. Líklega hefur vakað fyrir mér, að
Snorri væri fremur laglegur, en það
er rangt hjá þér, að úr því sé mikiÖ
gert. Þeir minna hann stundum á fríð-
leik hans, sem vilja stappa í hann stáli.
Sjálfur reynir hann stundum að hugga
sig með fríðleik sínum, þegar honum
þykir verst horfa. Þannig er þetta ó-
beint sagt og kemur af sjálfu sér. Þér
finnst svona maður enga kvenhylli
verðskulda. En konur hafa undarlegan
FÉLAGSBRÉF 35